Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“

Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) er greint frá því að vaxta­hækk­an­ir síð­ustu ára hafa leitt til þess að greiðslu­byrði lána hafi auk­ist um­fram leigu­verðs­hækk­an­ir. Sam­kvæmt grein­ingu HMS er greiðslu­byrð­in orð­in allt að 40 pró­sent­um hærri en leigu­verð. Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir HMS fara með rangt mál og til­kynn­ing­una vera til þess fallna að af­vega­leiða um­ræð­una.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“
Formaður Leigjendasamtakanna er ósammála nýlegri fréttatilkynningu HMS og segir að hún sé aðför að leigjendum á Íslandi Mynd: Bára Huld Beck

Í nýlegri fréttatilkynningu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti á vef sínum er sagt frá því að í kjölfar tíðra stýrivaxtahækkana, sem hófust árið 2022, hafi greiðslubyrði á húsnæði vaxið umfram leiguverð. Í dag sé til að mynda um 100 þúsund króna verðmunur á greiðslubyrði óverðtryggðs láns og leigu á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 

Í tilkynningu HMS er litið yfir þróun leiguverðs og greiðslubyrði af nýjum húsnæðislánum á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2011 til 2023. 

Milli áranna 2011 og 2019 hélst hlutfall leigu og greiðslubyrðar stöðugt á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiguverð mælist ívið hærra en mánaðarlegar afborganir á lánum.  

Í línuritinu má svo glöggt sjá sveiflurnar í greiðslubyrði lána í kjölfar lágvaxtaskeiðsins sem hófst árið 2019 snarpra vaxtahækkana sem tóku við árið 2022. 

Formaður segir framsetningu HMS villandi 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir í samtali við Heimildina að tilkynningin sé misvísandi og til þess fallin að afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala. Hann segir HMS taka „ein lánskjör út fyrir sviga og mæla gegn tölum sem í rauninni ná alls ekki yfir verð á leigumarkaði.“

Tölur HMS um verðlag á leigumarkaði byggja á nýrri leiguskrá sem stofnunin tók í gagnið í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að nýja leiguskráin sé byggð umfangsmeiri og betri gögnum segir Guðmundur greiningu HMS enn vera „ órafjarri því sem gengur og gerist á leigumarkaðnum, enda ná þeirra tölur yfir mjög lítinn hluta af leigumarkaðnum.“ 

Guðmundur segir að þó svo að HMS greini réttilega, að leiguverð hafi hækkað mikið undanfarin, sé hækkunin í raun talsvert meiri. Það sjáist þegar tölur HMS eru bornar saman við greiningar verðlagseftirlits Leigusamtakanna. „Við höfum séð það að húsaleiga er allt upp undir 50 prósent hærri á sömu tegundum íbúða, á sömu svæðum, heldur en Húsnæðis- mannvirkjastofnun reiknar út.“

Segir HMS afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala

Í samtali segir Guðmundur þetta ekki vera í fyrsta sinn sem HMS sendi frá sér fréttatilkynningar af þessu tagi. Hann segir aðalfréttina vera falda í tilkynningu HMS, sem er að húsaleiga síðustu tólf ár hafi verið hærri en afborganir á lánum.

Lítið fari þó fyrir þeirra staðreynd og telur Guðmundur það vera vísvitandi gert. „þeir taka óhikað og ítrekað afstöðu með sjónarhorni leigusala á leigumarkaði sem er mjög alvarlegt vegna þess að stofnunin ber ábyrgð á stöðu húsnæðismála og staða í húsnæðismálum er þannig að leigjendur þjást sem aldrei fyrr. Samt velur stofnunin alltaf sjálf sjónarmið leigusalans þegar það á að fjalla um leigumarkaðinn.“  

Þá telur Guðmundur stöðuna á leigumarkaði vera grafalvarlega og segir tilkynningu HMS vera aðför að leigjendum, „sem eru að kljást og reyna fóta sig inn á þessum skortmarkaði sem er einhver óregluvæddasti leigumarkaður sem fyrirfinnst á byggðu bóli.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    HMS er að framkvæma ÁRÁS á leigjendur með svona bull og þvælu yfirlýsingu.
    0
  • Ég hef aldrei þurft að borga fokdýra húsa leigu eins og aðrir þurfa að gera í dag en þó finnst mér hún samt nógu dýr fyrir mig upp á launin að gera sem ég fæ frá tryggingunum í dag að mínu mati
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár