Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“

Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) er greint frá því að vaxta­hækk­an­ir síð­ustu ára hafa leitt til þess að greiðslu­byrði lána hafi auk­ist um­fram leigu­verðs­hækk­an­ir. Sam­kvæmt grein­ingu HMS er greiðslu­byrð­in orð­in allt að 40 pró­sent­um hærri en leigu­verð. Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir HMS fara með rangt mál og til­kynn­ing­una vera til þess fallna að af­vega­leiða um­ræð­una.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“
Formaður Leigjendasamtakanna er ósammála nýlegri fréttatilkynningu HMS og segir að hún sé aðför að leigjendum á Íslandi Mynd: Bára Huld Beck

Í nýlegri fréttatilkynningu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti á vef sínum er sagt frá því að í kjölfar tíðra stýrivaxtahækkana, sem hófust árið 2022, hafi greiðslubyrði á húsnæði vaxið umfram leiguverð. Í dag sé til að mynda um 100 þúsund króna verðmunur á greiðslubyrði óverðtryggðs láns og leigu á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 

Í tilkynningu HMS er litið yfir þróun leiguverðs og greiðslubyrði af nýjum húsnæðislánum á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2011 til 2023. 

Milli áranna 2011 og 2019 hélst hlutfall leigu og greiðslubyrðar stöðugt á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiguverð mælist ívið hærra en mánaðarlegar afborganir á lánum.  

Í línuritinu má svo glöggt sjá sveiflurnar í greiðslubyrði lána í kjölfar lágvaxtaskeiðsins sem hófst árið 2019 snarpra vaxtahækkana sem tóku við árið 2022. 

Formaður segir framsetningu HMS villandi 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir í samtali við Heimildina að tilkynningin sé misvísandi og til þess fallin að afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala. Hann segir HMS taka „ein lánskjör út fyrir sviga og mæla gegn tölum sem í rauninni ná alls ekki yfir verð á leigumarkaði.“

Tölur HMS um verðlag á leigumarkaði byggja á nýrri leiguskrá sem stofnunin tók í gagnið í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að nýja leiguskráin sé byggð umfangsmeiri og betri gögnum segir Guðmundur greiningu HMS enn vera „ órafjarri því sem gengur og gerist á leigumarkaðnum, enda ná þeirra tölur yfir mjög lítinn hluta af leigumarkaðnum.“ 

Guðmundur segir að þó svo að HMS greini réttilega, að leiguverð hafi hækkað mikið undanfarin, sé hækkunin í raun talsvert meiri. Það sjáist þegar tölur HMS eru bornar saman við greiningar verðlagseftirlits Leigusamtakanna. „Við höfum séð það að húsaleiga er allt upp undir 50 prósent hærri á sömu tegundum íbúða, á sömu svæðum, heldur en Húsnæðis- mannvirkjastofnun reiknar út.“

Segir HMS afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala

Í samtali segir Guðmundur þetta ekki vera í fyrsta sinn sem HMS sendi frá sér fréttatilkynningar af þessu tagi. Hann segir aðalfréttina vera falda í tilkynningu HMS, sem er að húsaleiga síðustu tólf ár hafi verið hærri en afborganir á lánum.

Lítið fari þó fyrir þeirra staðreynd og telur Guðmundur það vera vísvitandi gert. „þeir taka óhikað og ítrekað afstöðu með sjónarhorni leigusala á leigumarkaði sem er mjög alvarlegt vegna þess að stofnunin ber ábyrgð á stöðu húsnæðismála og staða í húsnæðismálum er þannig að leigjendur þjást sem aldrei fyrr. Samt velur stofnunin alltaf sjálf sjónarmið leigusalans þegar það á að fjalla um leigumarkaðinn.“  

Þá telur Guðmundur stöðuna á leigumarkaði vera grafalvarlega og segir tilkynningu HMS vera aðför að leigjendum, „sem eru að kljást og reyna fóta sig inn á þessum skortmarkaði sem er einhver óregluvæddasti leigumarkaður sem fyrirfinnst á byggðu bóli.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    HMS er að framkvæma ÁRÁS á leigjendur með svona bull og þvælu yfirlýsingu.
    0
  • Ég hef aldrei þurft að borga fokdýra húsa leigu eins og aðrir þurfa að gera í dag en þó finnst mér hún samt nógu dýr fyrir mig upp á launin að gera sem ég fæ frá tryggingunum í dag að mínu mati
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár