Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pöntuðu strippara í Auschwitz en starfa enn hjá lögreglunni

Starfs­kon­ur lög­regl­unn­ar sem pönt­uðu þjón­ustu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz eru enn starf­andi hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vinnu­fram­lag þeirra var ekki af­þakk­að á með­an mál­ið var til skoð­un­ar hjá embætt­inu. Ekki fæst upp­gef­ið hvort grip­ið var til aga­við­ur­laga vegna hátt­semi þeirra.

Pöntuðu strippara í Auschwitz en starfa enn hjá lögreglunni
Fræðsla um hatursáróður Konurnar voru í fræðsluferð á vegum lögreglunnar til Auschwitz þar sem fjallað var um hatursáróður, fordóma og öfgahyggju. Mynd: Heimildin / JIS

Töluverða athygli vakti þegar Heimildin greindi frá því í byrjun desember að þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefðu pantað þjón­ustu karl­kyns fatafellu þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur til Auschwitz í Póllandi. Kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði málið litið alvarlegum augum.

Háttsemi kvennanna vakti ekki síst umræður vegna eðlis þeirrar fræðslu sem þær fengu í ferðinni auk þess sem nektarsýningar í atvinnuskyni eru ólöglegar á Íslandi og eru gjarnan tengdar við mansal.

„Umræddir starfsmenn eru við störf en tekið skal fram að vinnuframlag var ekki afþakkað á meðan málið var til skoðunar“

Í svari við fyrirspurn um stöðu málsins nú segir hann: „Umrætt mál sem þú vísar til telst lokið af hálfu embættisins en embættið getur ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna þess, s.s. hvort gripið hafi verið til agaviðurlaga o.s.frv.“ Þar kemur einnig fram að „Umræddir starfsmenn eru við störf en tekið skal fram að …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Það er löngu orðið ljóst það er eitthvað mikið að hjá lögreglunni á Íslandi þorir engin að kafa eftir því hvað það er. Hversvegna mismunar lögreglan almennum borgurum sem verða fyrir afbrotum leiðir sum afbrot hjá sér og heldur verndarhendi yfir þeim sem eru í afbrotum fyrir elítuna á Íslandi. Er það vegna þess að þrískipta ríkisvaldið gengur kaupum og sölum fyrir innmúraða á Íslandi og stjórnmálamenn eru með afskipti af lögreglunni. Hvernig skiptust 900milljóna króna múturgreiðslur um stjórnsýsluna með visa 292 á mínu nafni í sept 2019? Eru einhverjir á þinginu með óeðlilegar fjármagns tekjur? Inn í pakkanum voru eignaspjöll upp á margar milljónir málatilbúnaður misnoktun lögfræðinga á dómsstólum skjalafals og svo hafnað um áfríjun með stjórnsýsluákvörðun til að þjóna einhverri klíku í atvinnulífinu og stjórnmálum, það fer um mann aulahrollur þegar þessir afturkreistingar eru að hneykslast á mannréttindabrotum og aftökum í Rússlandi og víðar það verður bara að segjast alveg eins og er
    1
  • Hörður Halldórsson skrifaði
    Kannski pínu smekklaust. Næsta viss að þessir strippi strákar eru engin fórnalömb mansals. Frekar bara hressir strákar úr gymminu.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "en embættið getur ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna þess, s.s. hvort gripið hafi verið til agaviðurlaga o.s.frv.“
    Það er ekki verið að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna meðan þeir eru ekki nafngreindir.
    Það er langt gengið í yfirhylmingunni. Lögreglan á ekki að rannsaka sjálfa sig.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár