Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
Breiðfylkingins Sleit viðræðum í síðustu viku. Viðræðurnar strönduðu vegna deilna um forsenduákvæði langtímakjarasamningsins Mynd: Golli

Breiðfylking félaga innan Alþýðusambands Ísland slitu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudag. Nýlega samþykkti trúnaðarráð VR áætlun þar sem samninganefnd félagsins fékk heimild til þess að ráðast í ýmsar aðgerðir, þar á meðal verkföll. Félög innan breiðfylkingarinnar munu funda í dag um sameiginlegar aðgerðir. Enn sem komið er hafa hin félögin ekki tjáð sig um afstöðu sína til hugsanlegra aðgerða.

Þetta er talsverður viðsnúningur frá þeim bjartsýna tóni sem einkenndi kjaraviðræðurnar fyrst um sinn. Rétt fyrir áramót í fyrra sendu sendu Samtök atvinnulífsins og samninganefnd breiðfylkingarinnar frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um samningsaðilar ætluðu að taka höndum saman um gerð langtímakjarasamninga til þess að „auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.

Til þess að ná þessum markmiðum voru félög breiðfylkingarinnar reiðubúin að sætta sig við hóflega launahækkun og Samtök atvinnulífsins voru fús til þess að styðja áskorun til fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins um halda aftur að sér í gjaldskrár- og verðhækkunum.

Stéttarfélögin gerðu einnig þá kröfu að ríkið kæmi til móts við launafólk með því að auka útgjöld til tilfærslukerfana, sérstaklega vaxta- og barnabótakerfin. Útgjöld sem voru verðmetin á bilinu 20 til 25 milljarða króna á ári. Einnig var gerð krafa um hækkun á húsaleigubótum og að komið verði á svokallaðri leigubremsu.

Áður en kjaraviðræðunum var slitið höfðu samningsaðilar náð að koma sér saman um launaliðinn. Samið var um að fara blandaða leið prósentu- og krónutöluhækkana. Sú leið fólst í því 3,25 prósent launahækkun á ári í þrjú ár og 3,5 prósent hækkun á fjórða ári. Launahækkunin þyrfti þó að lágmarki að vera 23.750 krónur.

Viðræðurnar sigldu í strand þegar þegar Samtök atvinnulífsins höfnuðu forsenduákvæðum sem samninganefnd breiðfylkingarinnar hafði lagt mikla áherslu á. Ákvæðin sem deilt var um snéru að þróun verðbólgu og vaxta.

Stéttarfélögin höfðu lagt til að ef verðbólga og vextir væru yfir ákveðnum talnalegum markmiðum mætti taka samninginn til endurskoðunar eða jafnvel segja honum upp. Til að mynda hefur komið fram að breiðfylkingin hafi lagt til að ef verðbólga yrði yfir sjö prósent árið 2025 mætti segja upp samningnum. 

Í viðræðunum komu Samtök atvinnulífsins fram aðrar tillögur að forsenduákvæðum og viðruðu sömuleiðis hugmyndir um að stofna svokallaða forsendunefnd. Talsmenn breiðfylkingarinnar gátu ekki fallist á þessar hugmyndir og sögðu forsenduviðmiðin vera óljósar og matskenndar.

Í samtali við Heimildina sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að forsendunefnd þjóni í raun engum tilgangi nema forsenduákvæði kjarasamningsins séu skýr og fastmótuð. „Það er tilgangslaust að hafa forsendunefnd ef hún hefur ekkert vald eða vægi.“

Blaðamaður Heimildarinnar hafði í kjölfarið samband við Sigríði Margrét Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og spurði um nánari upplýsingar um forsenduákvæðin sem samtökin hafi kynnt fyrir samninganefnd breiðfylkingarinnar áður en viðræðum var slitið.

Í samtali segir Sigríður það vera ranga túlkun að viðmiðin að baki tillögu Samtaka atvinnulífsins hafi verið óljós og matskennd. „Enda vorum við að horfa til tölusetts verðbólguferlis í þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands.“ 

Sigríður bætti við að Samtök atvinnulífsins hafi lagt til að stofnuð yrði forsendu- og launanefnd sem kæmi saman tvisvar yfir samningstímabilið. Fyrst í mars 2025 og síðar september 2026. Á fundum nefndanna væri farið yfir framvindu efnahagsmála og framgang sameiginlegu markmiðanna. En þessi atriði sem myndi upplýsa viðbragðsákvarðanir nefndarinnar hverju sinni.

Hins vegar ef nefndunum tækist ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um viðbragð sagði Sigríður að Samtök atvinnulífsins hafi lagt til við sjálfvirkt viðbragð tæki við. Ef nefndin kæmist ekki að niðurstöðu árið 2025 kæmi til sjálfkrafa kauptaxtaauki og ef nefndin kæmist aftur ekki að sameiginlegri niðurstöðu árið 2026 væri hægt að segja upp samningnum.

Eitt af forsenduákvæðunum sem deilt var um snýr að þróun stýrivaxta. Samninganefnd breiðfylkingarinnar setti fram talnalegt markmið um lækkun vaxta sem felur í sér endurskoðun eða uppsögn á samning ef vaxtalækkun yrði undir væntingum. 

Samið var um að slíkt ákvæði skyldi fylgja þegar lífskjarasamningarnir svonefndu voru undirritaðir vorið 2019. Í frétt Kjarnans frá því ári var greint frá því að forsendunefnd sem stofnuð var í kjölfar samninganna hafi meðal annars haft það verkefni fylgjast með lækkun stýrivaxta sem var ein af forsendum samningsins.

Hvergi var þó opinberlega gefið út hversu mikið vextir þyrftu að lækka til þess að forsendur héldu en Kjarninn sagði frá því að hliðarsamkomulag, svokallað skúffusamkomulag, hafi verið gert þar sem lagt var upp með að vextir þyrftu að lækka um 0,75 prósentustig fyrir september 2020. Við undirritun lífskjarasamningsins voru stýrivexti 4,5 prósent.

Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Samtök atvinnulífsins lýst sig mótfallin því að notast við viðmið um þróun stýrivaxta sem forsenduákvæði. Í samtali segir Sigríður að „[þ]að að gera stýrivexti að samningsatriði í kjarasamningum getur gert bankanum erfiðara fyrir að tryggja kaupmátt launa.“

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri sagði í gær á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að forsenduákvæði kjarasamninga skertu ekki sjálfstæði Seðlabankans.

Samningsaðilum væri frjálst að setja hvað sem er í langtímakjarasamning. Ásgeir sagði þó að hann teldi heppilegra að slík ákvæði væru „breytur sem væru afleiðingar af kjarasamningum, kaupmáttur, verðbólga eða hagvöxtur.“

Ragnar Þór sagðist í samtali við Heimildina túlka þessi orð sem nokkurskonar viðurkenningu á því forsenduákvæði um vaxtarstig hafa ekki áhrif á sjálfstæði Seðlabankans og því sé samningsaðilum frjálst að setja slík ákvæði í samninginn. 

Sigríður Margrét lagði hins vegar áherslu á þá skoðun sem Ásgeir tjáði á fundinum um að honum þætti eðlilegra að ákvæðin tækju mið af öðrum þáttum. „Ég held almennt að þú eigir erfitt með að finna hagfræðing sem mæla sérstaklega með því að þetta viðmið verði notað sem forsenduákvæði. En meginástæðan fyrir því að við höfum ekki viljað hafa stýrivexti sem forsenduákvæði er vegna þess að slíkt ákvæði gæti einfaldlega gengið gegn hagsmunum launafólks,“ segir Sigríður.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
2
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Kappræðugreining: Innblásinn Sigurður Ingi, Kristrúnarplanið á xS.is og tilhugalíf Sigmundar og Bjarna
6
Pod blessi Ísland#2

Kapp­ræðu­grein­ing: Inn­blás­inn Sig­urð­ur Ingi, Kristrúnarplan­ið á xS.is og til­huga­líf Sig­mund­ar og Bjarna

Gleði­leg­an kosn­inga­mán­uð. Í öðr­um þætti Pod blessi Ís­land fara Að­al­steinn og Arn­ar Þór yf­ir kapp­ræð­ur gær­kvölds­ins. Þátt­ar­stjórn­end­urn­ir sjálf­ir íhuga fram­boð eins lista í NV-kjör­dæmi í næstu kosn­ing­um til að fá vett­vang til að viðra skoð­an­ir sín­ar í kapp­ræð­um rík­is­mið­ils­ins. Far­ið yf­ir frammi­stöðu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar og allra hinna leið­tog­anna í ís­lenskri póli­tík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki. Þema­lag þátt­ar­ins er Græt­ur í Hljóði eft­ir Prins Póló.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár