Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leit stendur yfir að Jóni Þresti í almenningsgarði í Dublin

Írska lög­regl­an hef­ur haf­ið leit að nýju að Jóni Þresti Jóns­syni, sem hef­ur ver­ið sakn­að í fimm ár. Hann sást síð­ast yf­ir­gefa hót­el á Dublin 9. fe­brú­ar 2019. Kafar­ar og leit­ar­hund­ar taka þátt í leit­inni.

Leit stendur yfir að Jóni Þresti í almenningsgarði í Dublin
Jón Þröstur Jónsson Síðastliðinn föstudag voru fimm ár liðin frá því að síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar. Hann var á hóteli í Whitehall-hverfinu í Dublin, þar sem hann ætlaði að taka þátt í pókermóti. Mynd: Írska lögreglan/Facebook

Leit stendur nú yfir í almenningsgarði í Dublin að Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf spor­laust í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum. Lögreglunni á Írlandi bárust tvær nafnlausar ábendingar í tengslum við hvarfið og hófu leit í dag í almenningsgarðinum Santry Demense. Kafarar og leitarhundar taka þátt í leitinni. 

Síðastliðinn föstudag voru fimm ár liðin frá því að síðast sást til Jóns Þrastar. „Í fimm ár hefur okkur liðið eins og við séum að tala við steinvegg með litlum sem engum stuðningi yfirvalda (íslenskra eða írskra), það tekur sinn toll af okkur öllum í þokkabót að syrgja Jón Þröst,“ segja aðstandendur Jóns Þrastar í færslu sem þau birta á Facebook-síðu þar sem leitinni að Jóni Þresti hefur verið fylgt eftir. 

Jón Þröst­ur fór til Dublin í byrjun febrúar árið 2019 til að taka þátt í pókermóti.

Unn­usta hans, Jana Guðjóns­dótt­ir, var með í för og höfðu þau hugsað sér að skoða borg­ina sam­an að mót­inu loknu. Rann­sókn máls­ins hef­ur lítið sem ekk­ert miðað áfram frá því björg­un­ar­sveit kembdi leit­ar­svæði í borg­inni í byrj­un mars 2019 og ábend­ing barst um að Jón Þröst­ur hefði mögu­lega ferðast með leigu­bíl. 

„Þetta hefur verið langur og grýttur vegur og við höfum enn ekki komist á leiðarenda,“ segir jafnframt í færslunni.

Tvö systkina Jóns Þrastar eru nú stödd á Írlandi í þeirri von að endurvekja samskipti við írsku lögregluna og fá loks einhver svör. Systkinin hafa einnig hitt fulltrúa írskra samtaka sem sérhæfa sig í mannshvörfum og segjast hafa fengið nýjar upplýsingar sem þau þurfa tíma til að meta. Þau munu ekki tjá sig sérstaklega um hvað felst í þeim upplýsingum. 

Systkinin eru þakklát þeim sem hafa sýnt fjölskyldunni stuðning í gegnum árin. „Við kunnum virkilega að meta góðvild ykkar í garð fjölskyldunnar,“ segir í færslunni á Facebook.  

Leit mun standa yfir í almenningsgarðinum í dag og halda áfram á morgun ef þörf þykir, eftir því sem The Irish Sun og Irish Independent greina frá. 

Þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf Jóns Þrastar eru beðin um að hafa samband við írsku lögregluna í síma 01 6664400, eða ábendingarsíma lögreglunnar: 1800 666 111. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár