Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flytja út rusl fyrir þrjá milljarða á ári

Kostn­að­ur Sorpu við að flytja út bland­að rusl til brennslu í Sví­þjóð mun nema um þrem­ur millj­örð­um króna ár­lega. Hing­að til hef­ur þetta rusl ver­ið urð­að í Álfs­nesi sem ekki stend­ur leng­ur til boða.

Flytja út rusl fyrir þrjá milljarða á ári
Urðun Sorpa tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Tæplega helmingur þess er blandaður úrgangur. Mynd: Sorpa

Í desember síðastliðnum hóf Sorpa að flytja til útlanda blandaðan úrgang til brennslu. Eftir útboð var samið við sænska fyrirtækið Stena Recycling AB um að taka við og brenna 42 þúsund tonnum af blönduðum úrgangi á ári, úrgangi sem annars hefði verið urðaður í Álfsnesi. Kostnaður Sorpu vegna þessa útflutnings mun nema rúmum 2,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, auk virðisaukaskatts eða tæpum þremur milljörðum með virðisaukaskatti. 

Sorpa er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt viðauka við samkomulag eigenda var urðun á blönduðum úrgangi hætt í Álfsnesi nú um áramótin. Lagst var í vinnu til að finna þessum málum betri farveg, finna nýjan urðunarstað eða koma á laggirnar sorpbrennslu.

Niðurstaðan var þó að endingu sú, að minnsta kosti til næstu missera eða ára, að senda blandaðan úrgang til brennslu í Svíþjóð. Slíkt er vissulega kostnaðarsamt en þó, út frá umhverfissjónarmiðum, talið skömminni skárra en að urða þessa tegund úrgangs áfram í Álfsnesi. Í sænsku sorpbrennslunni verður því íslenskt rusl að orku.

En af hverju ekki að reisa sorpbrennslustöð á Íslandi?

Þessu svaraði samskipta- og þróunarstjóri Sorpu í aðsendri grein á Vísi.is nýlega. Vísaði hann til tveggja skýrslna sem skrifaðar hafa verið um málið. „Í stuttu máli má segja að ákveðin atriði flæki og hægi á uppbyggingu á sorpbrennslu á Íslandi. Það fyrsta er kostnaður. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu á sorpbrennslu sem gæti unnið orku úr öllu rusli á Íslandi sem á sér ekki skárri farveg er á bilinu 135-236 milljón evrur, sem jafngilti um 20-35 milljörðum króna þegar fyrri skýrslan var gefin út.“

Þá hafi stjórnendur og eigendur Sorpu viljað koma blönduðu rusli úr urðun sem fyrst. „Það tekur hins vegar nokkuð mörg ár að reisa eitt stykki sorpbrennslu, með tilheyrandi undirbúningi vegna staðarvals, deiliskipulags og annars sem tengist framkvæmdum. Útflutningur varð því fyrir valinu, í það minnsta í bili.“

40 þúsund smábílar

Sorpa kallar brennslu á rusli til orkuframleiðslu endurnýtingu í skilgreiningum sínum. Til brennslu fer sá úrgangur sem hvorki er hægt að endurnota eða endurvinna, s.s. blandaður úrgangur sem fólk setur í svörtu tunnuna. Þetta getur verið allt frá bleium til ryksugupoka auk alls þess sem fólk einfaldlega flokkar ekki rétt. Þrátt fyrir að fólk flokki flest og það í allar þessar tunnur sem því stendur nú til boða fara um 39 prósent – 93 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma til Sorpu á hverjum degi í endurnýtingu.

Gunnar Dofri skrifaði í grein sinni að brennsla á 40 þúsund tonnum af rusli væri „skárri farvegur“ en urðun. Hann minnti ennfremur á umfangið. „Við gerum ráð fyrir að forða um 40.000 tonnum af rusli – sem er álíka þungt og 40.000 smábílar – frá urðun á hverju ári,“ skrifaði hann. „Við þetta lyftist blandaða ruslið upp úr flokki förgunar yfir í flokk endurnýtingar, því brennsla á rusli til orkuvinnslu er skárri kostur en urðun.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Væri nu ekki nær að reisa hátækni sorpbrennslustöð eins og aðrar þjóðir gera heldur en að eyða stórfé í þetta flokkunarrugl?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár