Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hvers vegna brást ríkistjórnin ekki strax við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu?

„Rík­is­stjórn­in fékk minn­is­blað um hvaða að­gerð­ir rík­is­stjórn­in þyrfti að grípa til sam­stund­is til að tryggja í raun­inni ör­yggi fólks ef hita­veitu­lögn­un­um færu í sund­ur.“ Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, beindi orð­um sín­um að Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, fjár­mála­ráð­herra. Fyr­ir helgi fjall­aði Heim­ild­in um minn­is­blað sem barst rík­is­stjórn­inni þann 11. nóv­em­ber, dag­inn eft­ir að Grinda­vík var rýmd vegna jarð­hrær­inga.

Hvers vegna brást ríkistjórnin ekki strax við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu?
Björn Leví Gunnarsson „Minnisblaði sem ríkisstjórnin fékk var mjög skýrt um það hvað þyrfti að gera strax. Af hverju var ekki brugðist við því út af einmitt þessum veikleikum sem eru í kerfinu?“

Fyrir helgi birti Heimildin upplýsingar upp úr minnisblöðum sem ráðherrar fengu afhent. Í minnisblaðinu var varað við hugsanlegum skorti á heitu vatni á Suð­ur­nesj­um skemmda af völdum jarðhræringa. Í skýrslunni var lýst áhyggjum yfir því að skorturinn gæti varið mán­uð­um sam­an og stjórn­völd voru hvött til að hefja und­ir­bún­ings­vinnu til að tak­ast á við verstu sviðs­mynd­irnar. Minnisblaðið fékk litlar undirtektir og um helgina hit­uðu tug þús­und­ir íbúa á Suð­ur­nesj­um upp hús sín með stök­um raf­magn­sofn­um eða hita­blás­ur­um.

Þann 11. nóvember í fyrra, degi eftir að Grindavík var rýmd vegna jarðhræringa sem bentu til þess að eldgos gæti verið yfirvofandi við eða í bænum, sendi Orkustofnun minnisblað til ríkisstjórnar Íslands og Almannavarna. Minnisblaðið var unnið í samvinnu við HS veitur, HS Orku og Verkís, sem hafði unnið að greiningu og mati á aðgerðum sem ráðgjafi fyrirtækjanna tveggja. 

Í óundibúnum fyrirspurnum í dag spurði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármálaráðherra, hvers vegna ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við þeim upplýsingum sem lágu fyrir í minnisblaðinu.

„Ríkisstjórnin fékk minnisblað um hvaða aðgerðir ríkisstjórnin þyrfti að grípa til samstundis til að tryggja í rauninni öryggi fólks ef hitaveitulögnunum færu í sundur, meðal annars var það að setja upp kyndingu við Fitjar olíu kyndistöðvum eins að tryggja heitt vatn á svæðinu.“ Björn Leví spurði hvort það sé ekki tímabært að grípa til þeirra aðgerða nú þegar, þar sem gosið gæti aftur og því gæti þessi staða komið aftur upp og lögnin farið aftur í sundur. 

Hann spurði einnig hver kostnaðurinn verður og skaðinn vegna hitavatnsleysisin sem hefur orðið á undanförnum dögum. „Minnisblaði sem ríkisstjórnin fékk var mjög skýrt um það hvað þyrfti að gera strax. Af hverju var ekki brugðist við því út af einmitt þessum veikleikum sem eru í kerfinu?“

Forgangsröðun verkefna

Í svari Þórdísar sagði hún að kraftaverk hefðu verið unnin seinustu daga. „Við hlaupum hratt á ýmsum stöðum og við þurfum að taka ákvarðanir hratt, sumar stórar, og ég get alveg sagt það hér að hluti af því að standa í stafni og taka stórar ákvarðanir er að vera meðvitaðir um að það eru ekki alltaf allar ákvarðanir sem voru algjörlega réttar eða gerðar í réttri röð.“ Forgangsröðun verkefna byggist á bestu mögulegu upplýsingunum sagði Þórdís stýrir röðinni sem verkefnin falla í. 

Síðustu mánuðir hafa verið áminning um það í hvernig landi við búum sagði Þórdís. Efla þurfi viðbragðsaðila, auka framleiðslu á raforku og aðgengi að heitu vatni og sömuleiðis að sækja meiri lághita. Þetta séu nokkur af þeim verkefnum sem Þórdís telur að þurfi að setja í forgang. 

„Við vitum líka að þarna var ekki vandinn að það vantaði akkúrat raforku inn á svæðið heldur getu dreifikerfisins til að koma því áleiðis þannig að við höfum tekið margar stórar ákvarðanir og þær eldast vel. En verkefninu er ekki lokið og þurfi að gera meira.“

„Upplýsingagjöf til ríkisstjórnar og inn á ráðherrafundi frá ýmsum aðilum inn í stjórnkerfinu ásamt viðbragðsaðilum hafa verið miklar og við hefðum ekki haft burði til að fara í allt það sem bent var á að þyrfti að gera, ýmist til skemmri tíma, millilangs tíma eða lengri tíma.“

Þá taldi ráðherra að uppbygging og viðbrögð stjórnvalda hafi verið að stöðug undanfarið og vonaðist til þess að þingheimurinn gæti sameinast um þau verkefni sem þyrfti að ganga í.

Búið að kortleggja svæðið eins mikið og hægt er

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort að áætlun lægi fyrir um hvað verði gert til að fyrirbyggja það að íbúar á Reykjanesinu verði án rafmagns og vatns, ef orkuverið í Svartsengi getur ekki skaffað slíkt eða ef flutningskerfið brestur? Beindi hún orðum sínum til Sigurðar Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. 

Sigurður Ingi sagði í svari sínu að plan A, sem var að byggja varnargarðana í kringum Svartsengi, hafi verið auðvelt. Plan B var að leggja lagnir yfir hraunið og sagði hann það plan hafa gengið hraðar heldur en þau þorðu að vænta til. Í svari sínu tók hann þó fram að stjórnvöld viti ekki hvar mun gjósa. Þó er búið að kortleggja svæðið eins mikið og hægt er. Sviðsmyndir hafi verið teiknaðar upp og miðaðist gerð varnargarðanna við það. 

„Allar aðgerðir hafa miðast við það að hafa uppi plan A, plan B og plan C eftir því hvaða atburður verður, hvar veikleikarnir koma fram eða skemmdirnar koma fram svo hægt sé að bregðast við því.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    RÍKISSTJÓRNIN ERU LIÐLESKJUR ÞEGAR KEMUR AÐ FORVÖRNUM.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár