Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiða 900.000 í stað þess að bíða verkjaðar

Enn hafa Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands og Lækna­fé­lag Reykja­vík­ur ekki náð sam­an um greiðslu­þátt­töku í brjóstam­innk­un­ar­að­gerð­um. Kon­ur eru farn­ar að gef­ast upp á bið­inni og punga út um 900.000 krón­um fyr­ir að­gerð­inni í stað þeirra 35.000 króna sem þær ættu ann­ars að greiða.

Greiða 900.000 í stað þess að bíða verkjaðar
900.000 Karen Jónasdóttir var búin að hugsa um að fara í brjóstaminnkun í áratug. Hún ákvað að það væri ekki þess virði að bíða eftir að SÍ og LR næðu saman og greiddi því fullt verð fyrir aðgerðina. Það mun taka hana langan tíma að borga fjölskyldu sinni til baka. Mynd: Golli

Brjóstaminnkun er ein algengasta aðgerð sem íslenskir lýtalæknar taka að sér, að sögn Hannesar Sigurjónssonar, formanns Félags íslenskra lýtalækna. Samt er bið eftir brjóstaminnkun á Landspítala rúmt ár og þó að niðurgreiðsla eigi að standa þeim sem vilja sækja þjónustuna á einkastofur til boða þá þurfa sjúklingarnir að greiða fullt verð fyrir aðgerðina, um 900.000 krónur – í stað þeirra 35.000 króna  sem þær ættu annars mest að greiða.

Ástæðan er sú að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Læknafélag Reykjavíkur (LR) hafa ekki náð saman um verð fyrir aðgerðina. Verðið er 200.000 krónur í gjaldskrá SÍ en læknarnir telja að það ætti að vera hátt í milljón. Mögulega mun aðgerðin fara í hálfgert útboð. 

RagnarSegir að LR og SÍ hafi nú þegar náð saman um fjölmarga liði gjaldskrárinnar en enn sé mikið verk eftir óunnið.
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár