Brjóstaminnkun er ein algengasta aðgerð sem íslenskir lýtalæknar taka að sér, að sögn Hannesar Sigurjónssonar, formanns Félags íslenskra lýtalækna. Samt er bið eftir brjóstaminnkun á Landspítala rúmt ár og þó að niðurgreiðsla eigi að standa þeim sem vilja sækja þjónustuna á einkastofur til boða þá þurfa sjúklingarnir að greiða fullt verð fyrir aðgerðina, um 900.000 krónur – í stað þeirra 35.000 króna sem þær ættu annars mest að greiða.
Ástæðan er sú að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Læknafélag Reykjavíkur (LR) hafa ekki náð saman um verð fyrir aðgerðina. Verðið er 200.000 krónur í gjaldskrá SÍ en læknarnir telja að það ætti að vera hátt í milljón. Mögulega mun aðgerðin fara í hálfgert útboð.
Athugasemdir