Lögregla og Almannavarnir höfðu þá tekið ákvörðun um að íbúum Grindavíkur yrði hleypt inn í hollum, sex tíma hvert þeirra, svo þau gætu vitjað eigna sinna og flutt með sér það sem þau höfðu skilið eftir, síðast þegar opnaðist tækifæri til að fara inn í bæinn.
„Við höfum ekki sofið hérna síðan í nóvember,“ segir Vilborg Telma Ólafs þegar við hittumst í eldhúsinu heima hjá henni snemma um morguninn. Vilborg og Theódór Ríkharðsson hafa búið saman í húsinu síðan árið 2020. Saman eiga þau 7 börn. Vilborg 5 og Teddi tvö. Þau elstu farin að heiman en fjögur búa enn heima.
Teddi er skipstjóri á Vésteini GK og mikið fjarverandi enda róið stóran hluta ársins frá Stöðvarfirði. Sjálfur er hann uppalinn á Djúpavogi. Vilborg í Keflavík. „Ég kýs að líta fram hjá því,“ segir Teddi og glottir. Vilborg líka. Augljóslega ekki að heyra þennan í fyrsta skipti.
Þau eru að …
Athugasemdir