„Það mun taka nokkra daga að tengja nýju lögnina,“ segir Páll Erland, forstjóri HS Veitna. „Það eru einhverjir þegar farnir að finna fyrir þrýstingsleysi á kerfinu. Þeir sem eru lengst frá Fitjum.“
Heitt vatn er hætt að berast í miðlunartanka sem staðsettir eru á Fitjum, þar sem hraun hefur flætt yfir og slitið í sundur heitavatnslögnina sem liggur þangað úr Svartsengi. Nokkra klukkutíma tekur fyrir birgðir í tönkunum að klárast.
„Í framhaldi af því verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum,“ útskýrir Páll.
Þegar heitavatnið verður búið má gera ráð fyrir að hús á svæðinu kólni fljótt. Almannavarnir hafa beint því til íbúa á svæðinu að fara sparlega með heitt vatn. Páll tekur undir þær ráðleggingar.
„Það sem íbúar geta gert er að reyna að halda varma í húsum sínum sem lengst með því að loka gluggum og nota ekki heitt vatn. Spara …
Athugasemdir