Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Arion banki hagnaðist um tæpa 26 milljarða króna og greiðir helminginn í arð

Banka­stjóri Ari­on banka var með 7,2 millj­ón­ir króna að með­al­tali í laun á ár­inu 2023 og stjórn­ar­formað­ur bank­ans fékk 2,2 millj­ón­ir króna greidd­ar á mán­uði. Hrein­ar vaxta­tekj­ur uxu milli ára en vaxtamun­ur­inn var áfram 3,1 pró­sent, líkt og hann var ár­ið 2022.

Arion banki hagnaðist um tæpa 26 milljarða króna og greiðir helminginn í arð
Stjórnendur Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka og Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður bankans. Mynd: Arion banki

Arion banki hagnaðist um 25,7 milljarða króna á árinu 2023. Það er mjög svipaður hagnaður og hjá bankanum árið áður, þegar hagnaðurinn nam tæpum 26 milljörðum króna. Þó verður að taka fram að tekjur vegna aflagðrar starfsemi voru 6,5 milljarðar króna árið 2022 en einungis fjórar milljónir króna í fyrra. Er þar um að ræða Valitor, sem Rapyd keypti af Arion banka á árinu 2022. Hreinar rekstrartekjur Arion banka af undirliggjandi rekstri jukust því umtalsvert á síðasta ári um 8,9 milljarða króna á milli ára, aðallega vegna þess að hreinar fjármunatekjur voru jákvæðar upp á 1,4 milljarða króna 2023 en höfðu verið neikvæðar um 3,3 milljarða króna árið 2022. 

Arðsemi eigin fjár bankans var 13,6 prósent, sem var aðeins minni en arðsemin var 2022, og kostnaðarhlutfallið var 44,7 prósent, mjög sambærilegt við árið áður. Bæði hlutföllin eru umfram fjárhagsleg markmið bankans. 

Á grundvelli þessarar rekstrarniðurstöðu leggur stjórn bankans til að 13 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa auk þess sem til stendur að halda áfram að kaupa eigin bréf af hluthöfum. Hann skilaði 15,7 milljörðum króna til hluthafa sinna með arðgreiðslum og kaupum á eigin bréfum á árinu 2023. Íslenskir lífeyrissjóðir eru saman stærstu eigendur Arion banka. Þrír stærstu sjóðirnir: Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisinsog Lífeyrissjóður verzlunarmanna eiga allir á bilinu níu til tæplega tíu prósent hlut í bankanum. Stærsti einkafjárfestirinn er fjárfestingafélagið Stoðir með 5,38 prósent hlut.

Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka sem birtur var í dag. 

Vaxtamunurinn stendur í stað milli ára

Hreinar vaxtatekjur eru áfram sem áður stærsti þátturinn í rekstrartekjum Arion banka, líkt og annarra banka, eða 70 prósent þeirra. Alls námu þær 44,7 milljörðum króna í fyrra sem var 4,5 milljörðum króna meira en á árinu 2022. Vaxtamunur var 3,1 prósent sem er sami vaxtamunur og var árið 2022. Hreinar þóknanatekjur stóðu í stað og voru um 16,4 milljarðar króna. 

Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 4,1 prósent frá árslokum 2022 og fram að síðustu áramótum þegar eignir Arion banka metnar á 1.526 milljarða króna. Lán til viðskiptavina jukust um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. 

Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9 prósent á árinu 2023 og eigið fé var 198,8 milljarðar króna um liðin áramót. Eiginfjárhlutfall var 24,1 prósent.

Bankastjórinn með nánast sömu laun og 2022

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var með 86,7 milljónir króna í laun, árangurstengdar greiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð á árinu 2023. Það gera rúmlega 7,2 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Heildarlaun hans voru nánast þau sömu og árið áður, þegar bankinn greiddi honum 87,2 milljónir króna.

Meira launaskrið var á meðal stjórnarmanna í bankanum. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, fékk alls 26,5 milljónir króna föst laun, önnur laun og framlag í lífeyrissjóð á síðasta ári, eða 2,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Það er 13,2 prósent fleiri krónur en Brynjólfur fékk í laun ári áður. Stjórnarmaðurinn Paul Horner fékk 25,6 milljónir króna í heildargreiðslur, rúmlega 2,1 milljón króna á mánuði, en var með 22,5 milljónir króna árið áður. Aðrir stjórnarmenn hækkuðu líka, en minna en þeir tveir í krónum talið. 

Stjórnarmenn í bankanum fengu greitt fyrir að mæta á alls 13 stjórnarfundi sem haldnir voru á árinu auk þess sem þeir fá viðbótargreiðslur fyrir setu í nefndum stjórnar. Á árinu haldnir sjö fundir í lánanefnd, fimm fundir í endurskoðunarnefnd, níu fundir í áhættunefnd, fimm fundir í starfskjaranefnd og fjórir í tækninefnd. Auk þess fá stjórnarmenn sem búsettir eru erlendis 350.000 krónur greiddar vegna hvers stjórnarfundar sem þeir sækja í eigin persónu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Hvernig væri að fá 200 hundruð stærstu hluthafa í öllum bönkum landsins svo að almenningur sjái hvert peningarnir þeirra fara !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
3
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
6
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Óhlýðni er ekki ofbeldi
9
Greining

Óhlýðni er ekki of­beldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.
Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
10
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár