Arion banki er með útistandandi lán upp á 10,3 milljarða króna gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum í Grindavík. Af þeirri upphæð eru 8,3 milljarðar króna lán til fyrirtækja en tveir milljarðar króna lán til einstaklinga, aðallega íbúðalán.
6
Af lánum til fyrirtækja er bankinn með veð í fiskveiðiskipum eða úthlutuðum kvóta sem metin eru á sex milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu vegna ársuppgjörs Arion banka sem birt var á miðvikudag. Þar segir enn fremur að veð bankans í fiskveiðiskipum og kvóta hafi ekki orðið fyrir neinum áhrifum af atburðunum í Grindavík, þar sem jarðhræringar og eldgos hafa valdið miklum skemmdum, rýmingu á bænum og mikilli röskun í starfsemi fyrirtækja á svæðinu. Önnur lán bankans eru að uppistöðu til tryggð með veði í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði.
Í kynningunni segir að mikil óvissa …
Athugasemdir (1)