„Við erum að vinna að því í þessum töluðu orðum að hjálpa mæðgunum að komast að landamærunum í Rafah. Þær eru í stöðugri hættu eins og allt fólkið á Gaza og litla stúlkan er langveik. Við erum með hjartað í buxunum því að hver mínúta gæti skipt sköpum hvað varðar líf mæðgnanna eins og annarra íbúa Gaza um þessar mundir.“
Þetta segir Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur sem er í Kaíró í Egyptalandi ásamt Bergþóru Snæbjörnsdóttur, rithöfundi og Maríu Lilju Þrastardóttur, fjölmiðlakonu. Þar hafa þær verið í tæpa viku að undirbúa björgun fólks sem er fast á Gaza þrátt fyrir að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Kristín, María Lilja og Bergþóra björguðu fyrstu fjölskyldunni í gær en RÚV sagði frá því í gærkvöldi að um væri að ræða móður og þrjá syni hennar. Eiginmaður konunnar og faðir drengjanna býr á Íslandi.
Athugasemdir