Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Læra muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum

Vika 6 hefst í næstu viku þar sem starfs­menn grunn­skól­anna og fé­lags­mið­stöðv­anna eru hvatt­ir til að bjóða upp á fjöl­breytta kyn­fræðslu í skól­un­um. Mikl­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust í fyrra vegna vegg­spjalda og kennslu­efn­is grunn­skól­anna sem sum­um þótti full gróft. Þem­að í ár er sam­skipti og sam­bönd.

Læra muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum
Veggspjaldið Í ár er þemað samskipti og sambönd. Veggspjaldið í ár er fremur saklausara en þau hefur verið undanfarin árin. Mynd: Aðsend

„Það verður engin fræðsla eða kennsla um BDSM,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, yfirmaður jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, þegar blaðamaður Heimildarinnar spurði hana um veggspjaldið fyrir viku 6. Þemað á veggspjaldinu í ár er samskipti og sambönd. 

Kolbrún Hrund SigurgeirsdóttirYfirmaður jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar

Vika 6 er sjötta vika hvers árs og er hún í næstu viku. Starfsmenn grunnskólanna og félagsmiðstöðvanna eru hvattir til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu í skólunum þá vikuna. Fá skólarnir sendar til sín hugmyndir um hvernig má kenna efnið. 

„Það liggur við að maður haldi að unglingarnir hafi verið að gera þetta til þess að halda umræðunni niðri,“ segir Kolbrún um val unglinganna á þema veggspjaldsins í ár. Þemað segir hún vera „fáránlega samfélagslegavænt“ en telur að unglingarnir séu ekkert vera að velta þeirri umræðu sem kom upp í fyrra fyrir sér og því ekki það sem var þeim efst í huga við val á þema.

Kolbrún getur vel ímyndað sér að starfsmenn grunnskólanna og félagsmiðstöðvanna séu fegin með þemað í ár, vegna umræðunnar sem varð til vegna veggspjaldsins í fyrra. Engar teiknaðar myndir af nöktum líkömum eru á veggspjaldinu í ár og er það í fremur saklausari kantinum en það hefur verið seinustu ár. 

Þemað í ár

Við erum að leggja áherslu á muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum,“ segir Kolbrún um fræðsluna í ár. Á vef Reykjavíkurborgar um viku 6 þemað í ár stendur að æfingarnar þjálfi „nemendur í því að koma auga á hvaða samskipti eru jákvæð og heilbrigð, hvaða samskipti þarf að vinna með og hvaða samskipti eru neikvæð, óheilbrigð og jafnvel ofbeldi.“

Kjósa sjálf þemaðBörnin völdu þemað samskipti og sambönd.

Þemað í ár segir Kolbrún vera „rosalega lítið kynferðislegt. Eina sem við erum að tala um er að þegar að þú ert í sambandi þarftu að sýna ábyrgð í kynlífi. Samskiptin verða að vera í lagi, líka þegar kemur að kynlífinu. En veggspjaldið í ár er töluvert mildara en seinustu ár.“

„Þetta er í rauninni í annað skipti sem að þau velja sama þemað, því fyrir tveimur eða þremur árum síðan var þemað tilfinningar og samskipti. Þannig þetta er greinilega eitthvað sem er unglingunum ofarlega í huga.“ 

Foreldrar ósáttir með kennsluefni

Í september í fyrra fór umræða á samfélagsmiðlum af stað þar sem sumum foreldrum þótti kynfræðslan sem var kennd í skólanum full gróf og voru þau ósátt með bókina sem var nýtt í kennslu í kynfræðslu. Í frétt frá Reykjavíkurborg í september segir að „borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt.“ 

Var því haldið fram að Samtökin ‘78 færu með kynfræðslu í grunnskólana en í færslu sem Samtökin ‘78 deildu á Facebook í september í fyrra kemur fram að „Samtökin ‘78 hafa aldrei sinnt kynfræðslu í grunnskólum né gefið út kynfræðsluplaköt, bækur eða annað efni um kynfræðslu ætlað börnum.“ 

BDSM ekki kennt í viku 6

Á veggspjaldi á vegum Samtakanna ‘78 og Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem kom úr árið 2019 stóð setningin „BDSM-hneigð: að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.“ Var veggspjaldið harðlega gagnrýnt og mikið deilt um það á samfélagsmiðlum.

Á vef Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar kemur fram að „börn læra ekki um BDSM, þau eru ekki hvött til að fara í læknisleiki, til að stunda sjálfsfróun eða að pota fingrum í rassinn á sér, en slíkt eru allt dæmi um fullyrðingar á samfélagsmiðlum.“  Þar stendur einnig að „unglingar spurðu reglulega hvað BDSM væri og var talið að þessi setning væri næg útskýring og gæti komið í veg fyrir að þeir færu ekki að leita svara á netinu. Ungt fólk spyr spurninga og með því að svara á opinskáan en aldursamsvarandi hátt er hægt að koma í veg fyrir verri og gjarnan afbakaðri svör sem leynast á netinu. BDSM kemur ekki fyrir í fyrirlestrum eða öðru námsefni í hinseginfræðum.

„Eina tenging Viku 6 við klám er að kenna börnum muninn á kynlífi og klámi og veita þeim mótvægi við þeim skökku og skaðlegu skilaboðum sem klám veitir þeim um kynheilbrigði, sambönd og samskipti,“ kemur fram á vef Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.  

Umræður sköpuðust á Pabbatips og Mæðratips í fyrra þar sem skjáskot úr bókinni Kyn, kynlíf og hitt voru rædd. Var meðal annars rætt skjáskot af teiknuðu barni í baði snerta sig og höfðu einhverjir foreldrar áhyggjur af slíku kennsluefni. Setningin „þið gætuð leikið ykkur ein, við einhvern í fjölskyldunni eða við vini“ var einnig rædd líkt og bókin væri að gefa það í skyn að börn gætu stundað kynlíf með fjölskyldumeðlimum. „Fólk var farið að rugla saman kynfræðslubókinni við veggspjöldin, svo þetta fór allt saman í einn graut.“

Veggspjöldin kend samhliða annarri fræðslu

„Við höfum alveg minnt á það að veggspjöldin eru samhliða annarri fræðslu. Margir halda að vika 6 séu bara veggspjöld en við erum alltaf með allskonar kennslu hugmyndir. Þau eru bara partur af því,“ segir Kolbrún. Hún segir markvisst hvernig kennsluefnið er sett upp. Börn eru forvitin og leita að svörum við þeim spurningum sem þau velta upp. „Börnin okkar voru að horfa rosalega mikið á klám og þá kemur upp að þar er engin nánd og engin samskipti eða kossar. Þar er ekkert spurt eða talað, hvað viltu eða hvað viltu ekki? Þannig við vorum alveg markvisst að setja þessa hluti inn í veggspjaldið til að veita mótvægi. Það var engin tilviljun að þetta rataði á veggspjöldin.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
9
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár