Sófakartöflur geta hæglega stundað skíði. Þetta hefur Heimildin fengið staðfest frá Brynjari Hafþórssyni, framkvæmdastjóra sölu-og rekstrar hjá Útilíf og sérlegum áhugamanni um skíðaiðkun. Spurning er hins vegar eftirfarandi: hvað mun það kosta þær, í krónum talið.
Íþróttin hefur lengi verið viðloðin þá ríku og frægu. Fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan kom út bók eftir bandaríska blaðamanninn Ted Conover um tímann sem hann varði í Aspen Colorado og kynni hans af bæði ríku og frægu fólki sem sótti þangað til að skíða. Aspen, að hans sögn, var eitt sinn staður sem hippar sóttu til að komast í tengsl við náttúruna, blómabörn og blaðamenn á borð við Hunter S. Thompson. Það hafi hins vegar breyst þegar nokkrir viðskiptamenn sáu gróðrartækifæri í Klettafjöllum og í raun hannað svæðið sem dvalarstað þeirra auðugu.
Á níunda áratugnum tók að sögn Conover fræga fólkið yfir svæðið og hefur ekki farið þaðan síðan. Fólkinu sem sótti Aspen …
Athugasemdir