Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja

Þór­ir Snær Hjalta­son fædd­ist um alda­mót­in og er þess vegna að verða 24 ára á þessu ári. Hann hef­ur ferð­ast víða og bú­ið bæði á Ís­landi og í Banda­ríkj­un­um. Í hvert skipti sem hann ferð­ast finnst hon­um hann víkka sjón­deild­ar­hring­inn sinn og vaxa sem mann­eskja.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja
Þórir Snær Hjaltason Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Þórir Snær Hjaltason og við erum í Corner market í Aðalstræti. Ég vinn við sölu og dreifingu hjá samlokufyrirtæki og ákveð hversu margar samlokur fara í búðirnar. Í dag er einn bílstjóri veikur svo ég hljóp í skarðið eldsnemma í morgun með sendinguna. Vanalega sit ég við tölvu og horfi á tölur. Ég er frekar nýbyrjaður og mér finnst þetta bara mjög gaman.

Ég útskrifaðist í desember úr stjórnmála- og viðskiptafræði í háskólanum með stjórnmál sem aðalgrein og viðskipti sem auka. Það skemmtilegasta við námið var að fara í skiptinám til Seattle í Bandaríkjunum. Námið var þrisvar sinnum erfiðara en hérna heima en það fékk mann til þess að þurfa og vilja læra meira. Ég myndi segja að ég hafi lært meira á þessari einu önn í University of Washington en öll árin hérna heima. 

Það er mikill menningarmunur á Íslandi og Bandaríkjunum, sérstaklega í djamminu en allt djammið þar snerist í kringum íþróttir. Ef það var partí var það eftir leik. Það var ekkert svo óhugnanlegt að flytja út því ég bjó í Bandaríkjunum mjög lengi, frá tveggja til níu ára aldurs í Connecticut. Bandaríkin hafa alltaf verið mitt annað heimili. 

„Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum.“

Það var meira menningarsjokk að koma níu ára aftur til Íslands, sérstaklega hvað skólakerfið varðar. Það var svo mikill agi í skólanum úti. Ef þú réttir upp hönd máttir þú ekki yrða á neinn fyrr en á þig var bent og þér sagt að þú mættir tala. Maður bar virðingu fyrir öllum kennurum og ef maður blótaði bara smá var maður sendur til skólastjórans. Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum. Ég vissi ekki hvað sneri upp né niður þegar ég kom hingað sem krakki. En við vorum alltaf með mjög sterka tengingu við Ísland. Við fórum alltaf heim á sumrin í þrjá mánuði og mér leið alltaf vel hér. Ég aðlagaðist mjög hratt eftir að ég flutti og eignaðist góða vini. 

Sem betur fer kynntist ég ekki miklum stjórnmálaóróa í Bandaríkjunum þegar ég var þar í skiptinámi. Ég ákvað að fara á stað sem er frekar einsleitur pólitískt séð. Washington er mjög blátt ríki og Seattle er ein bláasta borg í Bandaríkjunum. Ég fann ekki þessa togstreitu þar sem er víða um Bandaríkin. Ég held að þar séu svæði annaðhvort mjög rauð eða mjög blá, þannig að innan ákveðinna svæða er ekki það mikil togstreita, nema auðvitað í sveiflu-ríkjunum. Þar er meiri togstreita á milli svæða. 

En ég held að eins og núna með stríðið í Palestínu þá er það ekki eins svart-hvítt út frá því hvort þú sért repúblikani eða demókrati. Það er fullt af demókrötum sem styðja Ísrael en líka fullt af demókrötum sem styðja Palestínu og ég get ímyndað mér að togstreitan sé að aukast, sérstaklega innan Demókrataflokksins. Því það er mikið af eldri demókrötum sem styðja Ísrael mjög mikið og yngri demókratar sem gera það alls ekki. Ég hef ekkert heyrt frá vinum mínum úti en ég ímynda mér að stemningin sé frekar spennuþrungin, sérstaklega hvað þetta málefni varðar, ólíkt á Íslandi þar sem einhver segist styðja Palestínu og það er ekkert það umdeilt, sérstaklega kannski meðal yngra fólks. En í Bandaríkjunum finnst mér mjög fáir vera að skoða báðar hliðar, þar ertu annaðhvort stuðningsmaður Ísraels eða ekki. 

Ætli það séu ekki foreldrar mínir sem hafa mótað mig mest. Ég er rosalega heppinn með foreldra, þau eru alveg yndisleg. Ég kem úr mikilli læknafjölskyldu. Flestir halda að pabbi vilji að ég fari í lækninn líka og mamma mín og amma og afi og allir sem eru læknar í fjölskyldunni. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkri pressu og er mjög heppinn með það. Ég er líka frjáls frá áhrifum frá þeim, margir halda að þótt foreldrar mínir segi mér ekki að fara í lækninn sé samt ætlast til þess. Ég er mjög ánægður með að hafa farið í stjórnmála- og viðskiptafræði. Ég er frjáls ferða minna og sama hvað ég ákveð eru foreldrar mínir stoltir af mér.   

Sú reynsla sem hefur mótað mig mest? Góð spurning. Ég fór á interrail þarsíðasta sumar. Það mótaði mig mjög mikið, víkkaði sjóndeildarhringinn minn á heiminn og annars konar menningarheima og fólk. Ferðir mínar hafa mótað mig, ég hef verið mjög heppinn og ferðast víða. Ég hef farið víða í Asíu, Evrópu og, ég myndi segja, að undantekningarlaust, að í hvert einasta skipti sem ég ferðast, þá vex ég sem manneskja.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár