Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Endalok brokkgengra tíma á Bifröst: „Brjálæðisleg orka“

Saga Há­skól­ans á Bif­röst sem mennta­stofn­un­ar í hús­un­um í Norð­ur­ár­daln­um er lið­in. Starfs­menn skól­ans segja hins veg­ar að hann lifi betra lífi en nokkru sinni áð­ur og binda von­ir við fram­tíð hans sem fjar­náms­skóla. Saga skól­ans síð­ast­lið­in 20 ár hverf­ist einna helst um rektor­inn fyrr­ver­andi, Run­ólf Ág­ústs­son, sem fór með him­inskaut­um og gerði Bif­röst að 800 nem­enda há­skóla­þorpi áð­ur en síga tók á ógæfu­hlið­ina.

Endalok brokkgengra tíma á Bifröst: „Brjálæðisleg orka“
Háskólinn fer ekki aftur á Bifröst Tími Háskólans á Bifröst í byggingunum í Borgarfirði er líklega á enda segja viðmælendur Heimildarinnar. Skólinn verður sjálfsagt alltaf fyrst og fremst tengdur þeirri uppbyggingu og stórhug sem einkenndi starfsemina þegar Runólfur Ágústsson var rektor en tveir síðustu rektorar eru þau Vilhjálmur Egilsson og Margrét Njarðvík. Mynd: Samsett / Heimildin

„Hann hraktist þarna frá skólanum árið 2006 í senu sem er einhver mesti vitlausraspítali sem ég hef séð á ævinni. Þetta var ólýsanlegt rugl sem þar fór fram,“ segir fyrrverandi starfsmaður Háskólans á Bifröst um aðdragandann að því að þáverandi rektor skólans, Runólfur Ágústsson, lét af störfum þar.

Háskólinn hafði verið í mikilli uppsveiflu í rektorstíð Runólfs og hann ætlaði sér stóra hluti. „Hans draumur var að búa til einhvers konar alþjóðlega háskólastofnun sem átti að vera drifin áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Þetta gekk helvíti vel hjá honum: Hann fékk fullt af nemendum, helling af peningum til að byggja hús og ég held að hann hafi einfaldlega fengið mikilmennskubrjálæði. Hann er frumkvöðull í sér og gat gert ákveðna hluti en var algjörlega ófær um að halda utan um þetta,“ segir viðmælandinn en fréttirnar um þessa stöðu á Bifröst voru áberandi í fjölmiðlum síðla árs 2006.

Brotthvarf Runólfs frá Bifröst átti …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár