Á milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 28. desember, urðu þau tíðindi að breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum, sem er með samningsumboð fyrir 93 prósent alls launafólks innan Alþýðusambands Íslands, og Samtök atvinnulífsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni kom fram að þessir aðilar vinnumarkaðarins, sem hafa deilt hart og opinberlega á undanförnum árum, ætluðu að taka „höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.“
Þar sagði enn fremur að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum væri að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hafi hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum.
Til að það markmið náist yrðu allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð. Samningsaðilar skora á fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að styðja markmið kjarasamninganna um að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum, með því …
Athugasemdir (4)