Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði, sem rekur í dag tvo golfvelli með samtals 27 holum, vill að Hafnarfjörður taki frá land undir nýjan 27 holu golfvöll og tilheyrandi aðstöðu vegna golfíþróttarinnar, við endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins.
Forsvarsmenn golfklúbbsins sendu inn erindi til umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins fyrr í mánuðinum og bentu á að í dag væru biðlistar í alla golfklúbba höfuðborgarsvæðisins. Hjá Keili væru 1.650 félagsmenn og um 200 á biðlista, auk þess sem um 800 félagsmenn væru í Golfklúbbnum Setbergi, þar af margir Hafnfirðingar. Sá golfvöllur er í Garðabæ og mun víkja fyrir byggð í framtíðinni.
Í samtali við Heimildina segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, að skipulagsyfirvöld hafi það í hendi sér að tryggja að golfíþróttin geti mætt þeim vexti sem hafi orðið á undanförnum árum.
Hvaleyrarvöllur, 18 holu golfvöllur sem er helsta prýði Keilis, stendur við sjávarsíðuna í Hafnarfirði, á landi sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Ólafur Þór …
Athugasemdir