Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hyggjast byggja undir 7.500 manns handan Hólmsheiðar

Kópa­vogs­bær ætl­ar sér í sam­starf við fjár­festa sem tengj­ast Björgólfi Thor Björgólfs­syni um upp­bygg­ingu 5.000 íbúða og 1.200 hjúkr­un­ar­rýma fyr­ir fólk á þriðja ævi­skeið­inu í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á bújörð­um við hlið Suð­ur­lands­veg­ar. Um al­gjöra jað­ar­byggð yrði að ræða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nýtt út­hverfi fyr­ir eldra fólk, en í yf­ir­lýs­ingu er tal­að um að þetta sé „önn­ur nálg­un á þétt­ingu byggð­ar“.

Hyggjast byggja undir 7.500 manns handan Hólmsheiðar
Samstarf Frá vinstri: Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags og Andri Sveinsson, stjórnarmaður í félaginu. Mynd: Kópavogsbær

Áform eru um að reisa þúsundir íbúða fyrir 60 ára og eldri í svokölluðum „lífsgæðakjarna“ á landspildum við hlið Suðurlandsvegar, ekki fjarri fangelsinu á Hólmsheiði. Viljayfirlýsing þessa efnis var rædd og samþykkt í bæjarráði Kópavogsbæjar í dag, en þar kemur fram að búist sé við að um 7.500 manns flytji á svæðið, í 5.000 búsetuíbúðir og 1.200 hjúkrunarrými.

Þetta myndi samsvara um 20 prósent íbúafjölgun í Kópavogi, sem er næst stærsta sveitarfélags landsins í dag með rúmlega 40.000 íbúa. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að uppbygging svæðisins ætti að geta tekið um átta ár, ef viðeigandi leyfi fáist og að fyrsta áfanga verði lokið á tveimur til þremur árum. 

Viðskiptamenn og félög með rík tengsl við Björgólf Thor Björgólfsson koma að verkefninu, sem unnið verður í samstarfi þeirra og Kópavogsbæjar á tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi. Síðarnefnda jörðin hefur verið í eigu Kópavogsbæjar frá árinu 2021, en Gunnarshólmi hefur verið í …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TF
    Tryggvi Felixson skrifaði
    Brot á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Kópavogur einfari upp á fjöllum! Hagar sér eins og óþekkur krakki. Virðist líka illa ígrundað. Afar margar hliðar á þessu máli sem þarf að grandskoða: grennd við virkt eldfjallasvæði, fjarlægð frá þjónustukjörnum, veðurfar, einsleitni... Og svo verður að fara fram eðlileg lýðræðisleg umræða um stór mál af þessu tagi áður en skrifað er undir pappíra. Því miður dæmigert fyrir stjórnarfarið í Kópavogi.
    5
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Og engin eldfjöll nálægt?
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúleg hugarsmíð.
    3
  • Guðmundur Gunnlaugsson skrifaði
    Ég er að verða sjötugur en myndi alls ekki vilja búa í byggð þar sem er bara mikill fjöldi eldri borgara, það á að vera blöndun milli kynslóða, samskipti ólíkra aldurshópa gleðja, örva og hvetja! Sérlega þegar fólk verður um áttrætt og nírætt er afar sorglegt að vera í umhverfi þar sem nágrannar eða maður sjálfur er orðinn mjög hrumur og allir að deyja, nei blöndum byggðina..geta verið minni lífsgæðakjarnar en alls ekki svona stórt. :(
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Anna Lára Pálsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Anna Lára Pálsdóttir

Fest­ist ekki í hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni

Í fimm­tugsaf­mæl­inu sínu bauð Anna Lára Páls­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í ráð­gjöf og stuðn­ingi hjá Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu, gest­um í Fram, fram fylk­ing, rólu­stökk og sápu­kúlu­blást­ur. Hún hef­ur nefni­lega lært svo ótalmargt af nem­end­um sín­um, til dæm­is að fest­ast ekki í ein­hverju hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár