Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hyggjast byggja undir 7.500 manns handan Hólmsheiðar

Kópa­vogs­bær ætl­ar sér í sam­starf við fjár­festa sem tengj­ast Björgólfi Thor Björgólfs­syni um upp­bygg­ingu 5.000 íbúða og 1.200 hjúkr­un­ar­rýma fyr­ir fólk á þriðja ævi­skeið­inu í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á bújörð­um við hlið Suð­ur­lands­veg­ar. Um al­gjöra jað­ar­byggð yrði að ræða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nýtt út­hverfi fyr­ir eldra fólk, en í yf­ir­lýs­ingu er tal­að um að þetta sé „önn­ur nálg­un á þétt­ingu byggð­ar“.

Hyggjast byggja undir 7.500 manns handan Hólmsheiðar
Samstarf Frá vinstri: Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags og Andri Sveinsson, stjórnarmaður í félaginu. Mynd: Kópavogsbær

Áform eru um að reisa þúsundir íbúða fyrir 60 ára og eldri í svokölluðum „lífsgæðakjarna“ á landspildum við hlið Suðurlandsvegar, ekki fjarri fangelsinu á Hólmsheiði. Viljayfirlýsing þessa efnis var rædd og samþykkt í bæjarráði Kópavogsbæjar í dag, en þar kemur fram að búist sé við að um 7.500 manns flytji á svæðið, í 5.000 búsetuíbúðir og 1.200 hjúkrunarrými.

Þetta myndi samsvara um 20 prósent íbúafjölgun í Kópavogi, sem er næst stærsta sveitarfélags landsins í dag með rúmlega 40.000 íbúa. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að uppbygging svæðisins ætti að geta tekið um átta ár, ef viðeigandi leyfi fáist og að fyrsta áfanga verði lokið á tveimur til þremur árum. 

Viðskiptamenn og félög með rík tengsl við Björgólf Thor Björgólfsson koma að verkefninu, sem unnið verður í samstarfi þeirra og Kópavogsbæjar á tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi. Síðarnefnda jörðin hefur verið í eigu Kópavogsbæjar frá árinu 2021, en Gunnarshólmi hefur verið í …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TF
    Tryggvi Felixson skrifaði
    Brot á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Kópavogur einfari upp á fjöllum! Hagar sér eins og óþekkur krakki. Virðist líka illa ígrundað. Afar margar hliðar á þessu máli sem þarf að grandskoða: grennd við virkt eldfjallasvæði, fjarlægð frá þjónustukjörnum, veðurfar, einsleitni... Og svo verður að fara fram eðlileg lýðræðisleg umræða um stór mál af þessu tagi áður en skrifað er undir pappíra. Því miður dæmigert fyrir stjórnarfarið í Kópavogi.
    5
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Og engin eldfjöll nálægt?
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúleg hugarsmíð.
    3
  • Guðmundur Gunnlaugsson skrifaði
    Ég er að verða sjötugur en myndi alls ekki vilja búa í byggð þar sem er bara mikill fjöldi eldri borgara, það á að vera blöndun milli kynslóða, samskipti ólíkra aldurshópa gleðja, örva og hvetja! Sérlega þegar fólk verður um áttrætt og nírætt er afar sorglegt að vera í umhverfi þar sem nágrannar eða maður sjálfur er orðinn mjög hrumur og allir að deyja, nei blöndum byggðina..geta verið minni lífsgæðakjarnar en alls ekki svona stórt. :(
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár