Drasl, erlendir glæpamenn, fólk sem lifir á kerfinu, fólk sem „við“ þurfum að verjast „af karlmennsku“. Þessi orð, og fleiri verri, lét fólk falla í athugasemdum við færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um palestínska flóttamenn sem hafa í mótmælaskyni dvalið í tjöldum fyrir utan Alþingi í um mánuð.
Þar lýsti Bjarni yfir andstöðu sinni við mótmælin og sagði undir lokin að herða þyrfti reglur um hælisleitendur, auka eftirlit og styrkja lögregluna með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þar með talið alþjóðlegri brotastarfsemi.
Fjölmargir komu flóttamönnunum til varnar í athugasemdakerfinu og var pólaríseringin mjög skýr. Annaðhvort var Bjarni kallaður ómannlegur eða boðberi sannleikans.
Umræða á þessum nótum einskorðast ekki við athugasemdakerfið. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við lögreglufræðideild Háskólans á Akureyri, segir að umræðan um hælisleitendur sé almennt mjög pólaríseruð.
„Það er hópur sem talar um að það eigi að taka á móti …
Reynslan var þó að það skilar engum árangri nema þeim að efla enn meira kraftana ýst til hægri. Það sést glöggt hér heima á umræðunum sem spretta núna upp í kjölfari orða Bjarna. Ekki sé ég merki um vitsmunalegar umræður heldur bara meira skítkast.