Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Bjarna ekki eiga heima á hinum pólitíska vettvangi

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir gagn­rýndi Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra fyr­ir að stilla Grind­vík­ing­um upp á móti verka­lýðs­hreyf­ing­unni í ræðu á Al­þingi í dag. Sagði hún að fólk sem æli á sundr­ung og reyndi að stilla Grind­vík­ing­um upp á móti öðr­um hóp­um sam­fé­lags­ins í póli­tísk­um til­gangi ætti ekki heima á hinum póli­tíska vett­vangi.

Segir Bjarna ekki eiga heima á hinum pólitíska vettvangi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata tók til máls á Alþingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðu á Alþingi í dag að þeir sem reyndu að stilla Grindvíkingum upp á móti öðrum hópum í samfélaginu í pólitískum tilgangi ættu ekki heima á hinum pólitíska vettvangi. Virtist hún þar eiga við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra.

Þórhildur segir að mikilvægt sé að vara við þeim aðilum sem reyni að stilla Grindvíkingum upp á móti öðrum hópum samfélagsins. Nefndi hún það í samhengi við þá umræðu sem blossað hefur upp í tengslum við flóttamenn síðustu daga. „Og hvernig þeim á að vera stillt upp gagnvart þeim flóttamönnum sem við höfum nú í eigin landi,“ sagði þingmaðurinn.

Sagði hún enn fremur að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi utanríkisráðherra, þ.e. Bjarni Benediktsson, hefði ákveðið að stilla Grindvíkingum upp á móti verkalýðshreyfingunni. Þetta keyrði um þverbak.

„Verkalýðshreyfingin verður að sætta sig við það að Grindvíkingar munu …

Kjósa
73
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár