Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðu á Alþingi í dag að þeir sem reyndu að stilla Grindvíkingum upp á móti öðrum hópum í samfélaginu í pólitískum tilgangi ættu ekki heima á hinum pólitíska vettvangi. Virtist hún þar eiga við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra.
Þórhildur segir að mikilvægt sé að vara við þeim aðilum sem reyni að stilla Grindvíkingum upp á móti öðrum hópum samfélagsins. Nefndi hún það í samhengi við þá umræðu sem blossað hefur upp í tengslum við flóttamenn síðustu daga. „Og hvernig þeim á að vera stillt upp gagnvart þeim flóttamönnum sem við höfum nú í eigin landi,“ sagði þingmaðurinn.
Sagði hún enn fremur að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi utanríkisráðherra, þ.e. Bjarni Benediktsson, hefði ákveðið að stilla Grindvíkingum upp á móti verkalýðshreyfingunni. Þetta keyrði um þverbak.
„Verkalýðshreyfingin verður að sætta sig við það að Grindvíkingar munu …
Athugasemdir (2)