Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Miðflokkurinn tekur stökk en Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst minni

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mæl­ist nú und­ir þriðj­ungi. Eng­inn flokk­ur hef­ur tap­að meira fylgi það sem af er kjör­tíma­bili en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem nýt­ur nú stuðn­ings 16,6 pró­sent kjós­enda. Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins.

Miðflokkurinn tekur stökk en Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst minni
Sigmundur nálgast Miðflokkurinn mælist nú þriðji stærsti flokkur landsins. Minni munur er á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins en því sem munar á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Miðflokkurinn mælist með 11,8 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn bætir við sig 2,4 prósentustigum milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist á sama tíma með 16,6 prósent fylgi og hefur aldrei áður mælst með jafn lítinn stuðning í könnunum Maskínu. 

Könnunin var gerð daganna 10. til 15. janúar og var því framkvæmd í kringum eldgosið í Grindavík en áður en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, birti umdeilda færslu á samfélagsmiðlum um útlendingamál sem var víða túlkuð sem tilraun til að sækja fylgi með því að slá nýjan tón í málaflokknum. Í Silfrinu í gær neitaði Bjarni því staðfastlega að það hefði verið tilgangur færslunnar.

Hinir stjórnarflokkarnir tveir mælast á mjög svipuðum slóðum og þeir mældust í desember. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með 5,7 prósent fylgi og minnstur allra flokka sem eiga sæti á Alþingi í dag. Ef niðurstaða kosninga yrði í neðri mörkum vikmarka, sem eru eitt prósentustig, þá gæti sú staða komið upp að flokkur forsætisráðherra myndi þurrkast út af þingi. 

Framsóknarflokkurinn mælist með 10,3 prósent sem er töluvert frá þeim mikla kosningasigri sem flokkurinn vann haustið 2021. Alls hefur hann tapað sjö prósentustigum á rúmum tveimur árum. Eini flokkurinn sem hefur tapað meira fylgi það sem af er kjörtímabili er Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur tapað 7,8 prósentustigum. Vinstri græn eru þó skammt undan og eru eini flokkurinn sem hefur tapað meirihluta fylgis síns, eða 6,9 prósentustigum. Hlutfallslega hefur stuðningur við Vinstri græn því minnkað langmest. 

Samanlagt þýðir þetta að stjórnarflokkarnir þrír hafa tapað 21,7 prósentustigi af fylgi frá því í september 2021, þegar síðast var talið upp úr kjörkössunum. Fylgi þeirra, sem var 54,4 prósent í síðustu kosningum, mælist nú 32,6 prósent. Innan við þriðjungur þjóðarinnar gæti hugsað sér að kjósa flokkanna sem stýra landinu.

Samfylkingin áfram langstærst

Sá flokkur sem mælist langstærstur í íslenskum stjórnmálum í dag er Samfylkingin. Alls segjast 25,7 prósent aðspurðra að þeir ætli að kjósa flokk Kristrúnar Frostadóttur. Flokkurinn hefur nú mælst sá stærsti í meira en ár í öllum gerðum könnunum og munurinn milli hans og Sjálfstæðisflokks hefur haldist áfram að aukast. Hann er nú 9,1 prósentustig. Alls hefur fylgi Samfylkingarinnar aukist um 15,8 prósentustig frá því að kosið var síðast.  

Miðflokkurinn hefur bætt næst mestu við sig það sem af er kjörtímabili. Það hefur farið úr 5,4 í áðurnefnd 11,8 prósent. 

Viðreisn hefur líka bætt ágætlega við sig og mælist nú með 11,7 prósent, sem er 3,4 prósentustigum meira en flokkurinn fékk haustið 2021. Flokkur fólksins og Píratar eru þeir stjórnarandstöðuflokkar sem hafa  tapað fylgi á kjörtímabilinu. Píratar mælast nú með 7,6 prósent, sem er prósentustigi undir kjörfylgi, og Flokkur fólksins með 6,5 prósent, sem er 2,3 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár