Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan ráði hvort útlendingar sem vísa á úr landi fái að tala við fjölmiðla

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur lagt fram frum­varp um lok­aða bú­setu fyr­ir út­lend­inga sem ligg­ur fyr­ir að senda eigi úr landi. Kem­ur þetta í stað þess að þeir séu vist­að­ir tíma­bund­ið í fang­elsi líkt og tíðk­ast hef­ur. Nokk­uð strang­ar regl­ur eiga að gilda í lok­aðri bú­setu svo sem að­skiln­að­ur kynja, mögu­leiki á aga­við­ur­lög­um og leit á her­bergj­um.

Lögreglan ráði hvort útlendingar sem vísa á úr landi fái að tala við fjölmiðla
Dómsmálaráðherra drögin að frumvarpinu koma úr dómsmálaráðuneytinu sem Guðrún Hafsteinsdóttir stýrir. Mynd: Bára Huld Beck

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að frumvarpi um sérstakt lokað búsetuúrræði fyrir útlendinga sem liggur fyrir að verði vísað úr landi. Vistunarúrræðið er fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi. Vistuninni, og frelsissviptingunni sem henni fylgir, verður þó aðeins beitt sem síðasta úrræði þegar staðfest hefur verið að vægari aðgerðir myndu ekki skila árangri. Gildandi lög gera ráð fyrir því til að tryggja það að útlendingur yfirgefi landið sé hann vistaður í fangaklefa. Ekki er það talið forsvaranlegt lengur.

Aðskilnaður milli kynja og leyfilegt að leita í herbergjum fólks

Þrátt fyrir að vera ekki strangt til tekið fangelsi svipar lýsingu þessa lokaða búsetuúrræðis óneitanlega til þess verklags sem viðgengst í fangelsum. Vistmenn verða frelsisskertir og aðskilnaður verður á milli kynja. Samgangur milli kynja verður þó heimill í sameiginlegum rýmum. Óheimilt er að fara inn í herbergi vistmanns af öðru kyni.

Brjóti …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlega ómannúðlegt!
    Getur verið að ráðherrann sé að undirbúa jarðveginn fyrir flóttamenn frá Grindavík?
    6
  • ÞÓG
    Þorvaldur Ó. Guðlaugsson skrifaði
    Miskunn og mannhelgi fórnað á altari þröngsýninnar. Kannski arftaka fyrrum dómsmálaráðherra FLokksins takist að klóra til baka nokkur glötuð atkvæði frá hinum popúlistunum.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár