Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi

For­stjóri fiski­stof­unn­ar í Nor­egi, Frank Bakke-Jen­sen, seg­ir að mörg dæmi séu um að upp­lýs­ing­ar um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki skoð­un þeg­ar á reyn­ir. Þess vegna sé oft og tíð­um ekk­ert að marka töl­ur um slysaslepp­ing­ar úr sjókví­um. Dæmi eru um það á Ís­landi að upp­gefn­ar tölu um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki þeg­ar fjöldi þeirra er kann­að­ur.

Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi
Meira en 30 þúsund fleiri eldislaxar Fiskistofustjóri Noregs, Frank Bakke-Jensen, segir að dæmi séu um að rúmlega 30 þúsund fleiri eldislaxar hafi reynst vera í sjókví en gefið hafi verið upp.

Forstjóri norsku Fiskistofunnar (Fiskeridirektoratet) segir að tölur um slysasleppingar sem laxeldisfyrirtækin í Noregi senda frá sér á opinberum vettvangi bendi til þess að þau viti oft og tíðum ekki hversu margir eldislaxar séu í sjókvíunum hjá þeim eða þá að gefnar séu rangar upplýsingar um fjöldann. Frá þessu er greint í grein í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv.  „Það eru mörg dæmi um það að laxeldisfyrirtækin gefi upp tölur um eldislaxa í kvíum þar sem það eru fleiri fiskar í kvínni eftir slysasleppingu en fyrir hana,“ segir fiskistofustjórinn, Frank Bakke-Jensen, við Dagens Næringsliv.

Laxeldisfyrirtæki getur haft hagsmuni af því að hafa eins margra eldislaxa og það getur í sjókví þar sem það þýðir hærri tekjur fyrir fyrirtækið. Fyrirtæki hafa hins vegar bara leyfi til að vera með ákveðið marga fiska í hverri sjókví þar sem það fer betur með eldisfiskinn að það sé rýmra um hann í kvínni og það hefur yfirleitt í för með sér minni afföll á fiski. 

„Matvælastofnun krefst þess að fyrirtækið rýni mismun á tölum“
Úr eftirlitsskýrslu MAST um Arnarlax

Tilfellin eru kómísk 

Fiskistofustjórinn útskýrir orð sín með þeim hætti að í einu tilfelli hafi laxeldisfyrirtæki í Noregi sagt frá því að 168 þúsund laxar væru í sjókví. Svo hafi átt sér stað slysaslepping hjá fyrirtækinu. Í kjölfarið hafi komið í ljós að það voru 190 þúsund eldislaxar í kvínni. „Slík dæmi búa til kómedíu frekar en vissu,“ segir hann í viðtalinu og bendir á að bæta þurfi eftirlit með sjókvíaeldinu til muna.

Í orðum hans felst að að lítið eða ekkert mark sé takandi á tölum um slysasleppingar á eldislöxum í sjókvíum ef ekki er sagt réttilega frá því upphaflega hversu margir eldislaxar eigi að vera í sjókvíunum til að byrja með. „Staðreyndin er sú að það veit eiginlega enginn hversu margir laxar hafa sloppið,“ segir Frank Bakke.

Í orðum hans felst að hann telur að það sé erfitt að taka mark á tölum sem eru birtar um fjölda laxa sem sleppa úr sjókvíum. Þetta byggir á því að það sé líklegt að upphaflegur fjöldi laxa sem sagt er að hafi verið í sjókví sé ekki endilega réttur. 

Gagnrýndi Arnarlax fyrir mismun á tölum um fjölda laxaMatvælastofnun gagnrýndi Arnarlaxi fyrir mismun á upplýsingum um fjölda laxa í sjókvíum. Björn Hembre er forstjóri Arnarlax.

Arnarlax: Mismunur á upplýsingum um fjölda fiska

Þessi orð fiskistofustjórans norska vekja athygli í íslensku samhengi þar sem það hefur komið fyrir hér á landi við eftirlit opinberra stofnana með sjókvíaeldinu að mismunur sé á fjölda laxa sem sagður er hafa verið í kví og þeim fjölda sem er talinn upp úr kvínni. 

Í eftirlitsskýrslu frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi frá því um miðjan nóvember síðastliðinn kom til dæmis í ljós mörg þúsund fiska munur á þeirri tölu fiska sem sagður var hafa verið í sjókví og þeirri tölu sem í reynd var í kvínni. Í eina kví vantaði tæplega 13 þúsund fiska og í annarri kví komu upp tæplega 39 þúsund fleiri fiskar upp úr kví en sagðir voru vera í henni. 

Í eftirlitsskýrslunni stendur orðrétt: „Við uppgjör á eldissvæðinu Eyri í Patreksfirði þar sem stuðst er við upplýsingar úr framleiðsluskýrslum Arnarlax kom í ljós mismunur í kvíum 8 og 9. Í kví 9 vantaði 12.849 fiska og úr kví 8 komu 38.542 fleiri fiskar en fóru í kvínna.

Matvælastofnun bað Arnarlax um skýringar á þessu misræmi og fékk eftirfarandi svar: „Í svörum Arnarlax kom fram að notast hefði verið við tölur úr FishTalk kerfi seiðastöðvar sem sýndi að samtals hefðu farið 246.653 fiskar í kvíar 8 og 9. Talning í brunnbát hafi aftur á móti sýnt að fjöldi fiskanna var 272.346. Arnarlax kaus að notast við tölur úr FishTalk kerfi seiðastöðvar sem upphafsfjölda í kvíum 8 og 9 og því voru ekki gefnar réttar upplýsingar um upphafsfjölda seiða í kví 8 og kví 9 á Eyri í Patreksfirði.

Þetta dæmi sýnir að það vandamál sem norski fiskistofustjórinn talar um er einnig vandamál hér á landi: Tölur um fjölda eldislaxa í sjókvíum eru á reiki. Í skýrslunni segir að Matvælastofnun hafi látið Arnarlax vita að þetta gengi ekki: „Matvælastofnun krefst þess að fyrirtækið rýni mismun á tölum úr Fisktalk kerfi seiðastöðva og talningu úr brunnbát og uppfæri tölur um fjölda fiska í Fisktalk kerfi sjókvíaeldisstöðvarinnar þannig að notaðar verði nákvæmustu tölur sem eru tiltækar hverju sinni.

Íslensku slysasleppingarnar

Laxeldi í sjókvíum er tiltölulega ung atvinnugrein hér á Íslandi. Dæmin um slysasleppingar úr sjókvíum eru því ekki mjög mörg. Þekktasta og eitt alvarlegasta dæmið um slysasleppingu hér á landi kom hins vegar upp síðsumars á síðasta ári þegar eldislaxar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði og um 3500 eldislaxar sluppu úr kvínni, að sögn. Hluti þessa eldislaxa veiddist svo í ám víða um landið næstu vikur á eftir. Þessi slysaslepping vakti alþjóðlega athygli, leiddi til fjöldamótmæla á Austurvelli sem og lögreglurannsóknar sem síðan var látin niður falla. 

Vandamálið sem fiskistofustjórinn norski bendir á snýst um það að ef tölur um fjölda eldislaxa í sjókvíum eru ekki endilega réttar hvernig er þá hægt að vita hversu margir eldislaxar hafa sloppið úr sjókví þar sem slysaslepping hefur orðið? 

Lausnin sem hann kallar eftir í frétt Dagens Næringsliv er að laxeldisfyrirtækin íi Noregi taki upp betra kerfi til að þekkja og rekja uppruna eldislaxa sem eru í sjókvíum þar í landi. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár