Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vetrarfærð á höfuðborgasvæðinu

Snjó­hrúga á Suð­ur­lands­braut­inni gerði bíl­stjór­um erfitt fyr­ir að kom­ast sinn­ar leið­ar í morg­un. Gul við­vör­un er á höfðu­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­landi og í Faxa­flóa. Veðr­inu á að lægja í há­deg­inu í dag.

Vetrarfærð á höfuðborgasvæðinu

Umferðin var þétt í borginni í morgun og gekk ökumönnum misvel að komast sinnar leiðar. Fram til hádegis er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Vegir eru hálir og nú þegar hafa nokkur umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglu. 

Bílarnir mjökuður hægt áfram

„Ég mætti 20 mínútum seinna í dag en vanalega,“ segir íbúi í Reykjavík, um umferðina upp úr níu í morgun. Hann var á leið frá miðborg Reykjavíkur til vinnu í Skeifunni. „Venjulega er ég 10 mínútur á leiðinni í vinnuna en ég var hálftíma í dag. Bílarnir mjökuðust hægt áfram, sérstaklega á Sæbrautinni. Hef aldrei lent í öðru eins.“

Sagði hann að erfiðlega hefði gengið að komast áfram á Suðurlandsbrautinni, því þar hefði snjóhrúga verið á veginum. „Verktaki sem mokaði bílastæðin hafði sett snjóhrúguna þannig að hún fór inn á Suðurlandsbrautina í austurátt, sem gerði það að verkum að fólk þurfti að sveigja frá skaflinum.“

Snjómokstur

„Við brýnum fyrir okkar fólki að setja ekki snjó á ákveðna staði sem geta hindrað útsýni, tekið upp óþarfa bílastæði og ég tala ekki um yfir á stíga,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg. 

Hjólreiðafólki gekk einnig misvel að komast sinnar leiðar, þar sem ekki var nægilega vel mokað. „Það er sami forgangur á öllu hjóla- og gönguleiðakerfinu og hjá bílum,“ sagði Hjalti. „Við byrjum klukkan fjögur í nótt á báðum þessum verkefnum og gengur bara ágætlega. Þetta er mjög stíft prógram sem við vinnum eftir, hvort sem það er á götum eða göngu- og hjólaleiðum.“

Í Reykjavík mældist 7 sentímetra snjódýpt, en 20 sentímetrar á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt samantekt Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá Bliku. Framundan er mikið frost í dag og á morgun, en á laugardag mildast það og eru horfur á stilltu veðri. „Heimskautaloftið vinnur einfaldlega þennan slag og verður ríkjandi hér til morguns. Á laugardag verður gerð alvöru atlaga að því með stærri lægð sem kemur úr suðvestri. Léttu lausamjöllina víða um land getur þá hæglega tekið að skafa,“ segir í greiningu Einars.


Hvernig er færðin hjá þér? Lesendur geta sent myndir og veðurfarslýsingar á ritstjorn@heimildin.is

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár