Lúðvík Pétursson var rétt fimmtugur, faðir fjögurra barna, afi tveggja og stjúpfaðir tveggja barna Unnar Árnadóttur, unnustu sinnar til nokkurra ára. Lúðvík, sem alltaf var kallaður Lúlli af fjölskyldu og vinum, er sagður hafa verið reynslumikill og eftirsóttur gröfumaður. Hann hafði í rúmlega tvo áratugi starfað við jarðvinnuframkvæmdir sem vinnuvélastjóri.
Lúðvík var næstyngstur í hópi sex systkina sem ólust upp á heimili foreldra sinna á Kjalarnesi fram á unglingsár.
Lúðvík lærði vélstjórn og stundaði sjómennsku, meðal annars í Vestmannaeyjum, þar sem hann bjó um tíma, áður en hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó lengstum.
Samstarfsmenn Lúðvíks lýsa honum sem lunknum og nákvæmum fagmanni í sinni grein. Athyglisvert var hve margir þeirra höfðu á því orð að Lúðvík hefði vakið …
Athugasemdir