Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kæra meint dýraníð blóðmera til lögreglu

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök hafa kært of­beldi gegn mer­um og fol­öld­um og óvið­un­andi að­bún­að við blóð­töku til lög­regl­unn­ar. Segja þau að mik­ið liggi við að mál­ið verði rann­sak­að og of­beld­ið stöðv­að.

Kæra meint dýraníð blóðmera til lögreglu
Spörk Í heimildarmyndinni sést þegar karlmaður sparkar í hryssur og folöld, m.a. í snoppu einnar hryssunnar þegar hún var komin inn á blóðtökubásinn. Mynd: AWF og TSB

Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa lagt fram kæru vegna dýraníðs og brota gegn lögum um velferð dýra. Fara samtökin þess á leit við lögregluyfirvöld að málið, sem tengist blóðmerahaldi, verði sett í farveg ákærumeðferðar enda telja þau gögn liggja fyrir sem sýni alvarlegt ofbeldi gegn hestum sem mikið liggi við að verði rannsakað, stöðvað og gerð viðeigandi refsing fyrir.

Lögmannsstofan Réttur lagði kæruna fram hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd samtakanna.

Dýraverndunarsamtökin Tierschutzbund Zürich (TSB) og Animal Welfare Foundation (AWF) hafa nú í nokkur ár rannsakað aðbúnað mera sem nýttar eru í blóðmeraiðnaðinum hér á landi. Hafa þau birt tvær heimildarmyndir um rannsóknir sínar. Sú seinni var birt í lok nóvember í fyrra og í henni var að finna myndefni frá tveimur bæjum þar sem blóðmerahald er stundað. Í kærunni segir að bæði aðstæður og aðbúnaður hestanna sé ófullnægjandi „en einnig eru aðgerðir og háttsemi þeirra sem sjá um [merarnar] ofbeldisfull og varða við lög“. Á myndefninu sést að ítrekað er sparkað í hryssur og folöld þeirra, „þar á meðal á sér stað kröftugt spark í andlit hryssu sem er föst í búri“.

Samtökin rekja í kæru sinni að á öðrum bænum sem myndefnið er frá sjáist maður, sem ekki er dýralæknir, ganga erfiðlega að framkvæma blóðtöku og stinga hryssu ítrekað í hálsinn í allt að eina mínútu. Það sé „augljóslega til þess fallið að valda hryssunum þjáningu og vanlíðan“ og skapi auk þess sýkingarhættu. „Í ofanálag er ofbeldisfull meðferð mannsins á dýrunum staðreynd, hann notar spýtu við að berja hryssurnar áfram“, segir enn fremur í kærunni. Þar eru svo rakin fleiri atvik, m.a. spörk í kvið mera og í folöld.

Ill meðferð á dýrum bönnuð samkvæmt lögum

Á hinum bænum sem myndefnið er frá megi sjá hryssurnar skella höfði ítrekað í viðarplanka á blóðtökubásum og kippast til þegar þær eru stungnar með bornál til blóðtökunnar. „Höfuð nokkurra hryssa er bundið svo hátt upp að hálsinn er yfirstrekktur og í afar óþægilegri stöðu fyrir blóðtöku.“

„Í tilviki einnar hryssu tekur það konu á myndbandinu þrjár tilraunir að finna æð og stingur þar af leiðandi hryssuna þrisvar sinnum, sem sýnir mikla mótspyrnu vegna sársaukans“
Úr kæru samtakanna til lögreglunnar.

Samtökin telja að háttsemi sú sem myndefnið sýni sé í bága við lög um dýravelferð sem banni illa meðferð dýra og kveði á um að umráðamönnum beri að tryggja dýrum góða umönnun og vernda þau gegn meiðslum.

Brotin, sérstaklega á öðrum bænum, hafi verið framin af ásetningi og telja samtökin þau stórfelld. Þá segja samtökin aðfarirnar ekki vera í samræmi við þágildandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og ekki heldur við núgildandi reglugerð.

Samtökin telja ljóst að fyrirliggjandi upplýsingar og skýringar á þeim atvikum sem fram komu í heimildarmyndinni sýni fram á refsiverða háttsemi. Þau segjast samstarfsfús og bjóðast til að aðstoða við að tryggja öll sönnunargögn málsins.

Matvælastofnun gerði forrannsókn á efni heimildarmyndarinnar sem kom út í nóvember og vísaði málinu í kjölfarið til lögreglunnar á Suðurlandi. Það embætti hafði áður hætt rannsókn á máli er varðaði ofbeldi gegn blóðmerum sem afhjúpað var í fyrri heimildarmynd samtakanna. Sú mynd kom út árið 2021 og vakti óhug hér á landi og víðar.

Fyrirtækið Ísteka semur við bændur um blóðtökurnar og vinnur hormón úr merarblóðinu sem notað er til að auka frjósemi búfénaðar, aðallega í Þýskalandi.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Eru Íslendingar siðlausir andskotar?
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Það er með ólíkindum að þessi viðbjóður skuli enn vera leyfður hér á Íslandi. Þetta er dýraníð sem Stundað er eingöngu til að fóðra annað dýraníð. Hætta þessu strax!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár