Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Kæra meint dýraníð blóðmera til lögreglu

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök hafa kært of­beldi gegn mer­um og fol­öld­um og óvið­un­andi að­bún­að við blóð­töku til lög­regl­unn­ar. Segja þau að mik­ið liggi við að mál­ið verði rann­sak­að og of­beld­ið stöðv­að.

Kæra meint dýraníð blóðmera til lögreglu
Spörk Í heimildarmyndinni sést þegar karlmaður sparkar í hryssur og folöld, m.a. í snoppu einnar hryssunnar þegar hún var komin inn á blóðtökubásinn. Mynd: AWF og TSB

Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa lagt fram kæru vegna dýraníðs og brota gegn lögum um velferð dýra. Fara samtökin þess á leit við lögregluyfirvöld að málið, sem tengist blóðmerahaldi, verði sett í farveg ákærumeðferðar enda telja þau gögn liggja fyrir sem sýni alvarlegt ofbeldi gegn hestum sem mikið liggi við að verði rannsakað, stöðvað og gerð viðeigandi refsing fyrir.

Lögmannsstofan Réttur lagði kæruna fram hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd samtakanna.

Dýraverndunarsamtökin Tierschutzbund Zürich (TSB) og Animal Welfare Foundation (AWF) hafa nú í nokkur ár rannsakað aðbúnað mera sem nýttar eru í blóðmeraiðnaðinum hér á landi. Hafa þau birt tvær heimildarmyndir um rannsóknir sínar. Sú seinni var birt í lok nóvember í fyrra og í henni var að finna myndefni frá tveimur bæjum þar sem blóðmerahald er stundað. Í kærunni segir að bæði aðstæður og aðbúnaður hestanna sé ófullnægjandi „en einnig eru aðgerðir og háttsemi þeirra sem sjá um [merarnar] ofbeldisfull og varða við lög“. Á myndefninu sést að ítrekað er sparkað í hryssur og folöld þeirra, „þar á meðal á sér stað kröftugt spark í andlit hryssu sem er föst í búri“.

Samtökin rekja í kæru sinni að á öðrum bænum sem myndefnið er frá sjáist maður, sem ekki er dýralæknir, ganga erfiðlega að framkvæma blóðtöku og stinga hryssu ítrekað í hálsinn í allt að eina mínútu. Það sé „augljóslega til þess fallið að valda hryssunum þjáningu og vanlíðan“ og skapi auk þess sýkingarhættu. „Í ofanálag er ofbeldisfull meðferð mannsins á dýrunum staðreynd, hann notar spýtu við að berja hryssurnar áfram“, segir enn fremur í kærunni. Þar eru svo rakin fleiri atvik, m.a. spörk í kvið mera og í folöld.

Ill meðferð á dýrum bönnuð samkvæmt lögum

Á hinum bænum sem myndefnið er frá megi sjá hryssurnar skella höfði ítrekað í viðarplanka á blóðtökubásum og kippast til þegar þær eru stungnar með bornál til blóðtökunnar. „Höfuð nokkurra hryssa er bundið svo hátt upp að hálsinn er yfirstrekktur og í afar óþægilegri stöðu fyrir blóðtöku.“

„Í tilviki einnar hryssu tekur það konu á myndbandinu þrjár tilraunir að finna æð og stingur þar af leiðandi hryssuna þrisvar sinnum, sem sýnir mikla mótspyrnu vegna sársaukans“
Úr kæru samtakanna til lögreglunnar.

Samtökin telja að háttsemi sú sem myndefnið sýni sé í bága við lög um dýravelferð sem banni illa meðferð dýra og kveði á um að umráðamönnum beri að tryggja dýrum góða umönnun og vernda þau gegn meiðslum.

Brotin, sérstaklega á öðrum bænum, hafi verið framin af ásetningi og telja samtökin þau stórfelld. Þá segja samtökin aðfarirnar ekki vera í samræmi við þágildandi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og ekki heldur við núgildandi reglugerð.

Samtökin telja ljóst að fyrirliggjandi upplýsingar og skýringar á þeim atvikum sem fram komu í heimildarmyndinni sýni fram á refsiverða háttsemi. Þau segjast samstarfsfús og bjóðast til að aðstoða við að tryggja öll sönnunargögn málsins.

Matvælastofnun gerði forrannsókn á efni heimildarmyndarinnar sem kom út í nóvember og vísaði málinu í kjölfarið til lögreglunnar á Suðurlandi. Það embætti hafði áður hætt rannsókn á máli er varðaði ofbeldi gegn blóðmerum sem afhjúpað var í fyrri heimildarmynd samtakanna. Sú mynd kom út árið 2021 og vakti óhug hér á landi og víðar.

Fyrirtækið Ísteka semur við bændur um blóðtökurnar og vinnur hormón úr merarblóðinu sem notað er til að auka frjósemi búfénaðar, aðallega í Þýskalandi.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Eru Íslendingar siðlausir andskotar?
    0
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Það er með ólíkindum að þessi viðbjóður skuli enn vera leyfður hér á Íslandi. Þetta er dýraníð sem Stundað er eingöngu til að fóðra annað dýraníð. Hætta þessu strax!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár