Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Meintur meðlimur ISIS handtekinn á Akureyri í morgun

Þrír menn voru hand­tekn­ir á Ak­ur­eyr­ir í morg­un vegna gruns um að til­heyra hryðju­verka­sam­tök­un­um IS­IS. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji var send­ur úr landi ásamt konu sinni og sex börn­um.

Meintur meðlimur ISIS handtekinn á Akureyri í morgun
Þrír voru handteknir á Akureyri í morgun Annar þeirra var sendur úr landi ásamt fjölskyldu. Maðurinn er, samkvæmt tilkynningu Ríkislögreglu, hryðjuverkarsamtökunum ISIS. Mynd: Davíð Þór

Karlmaður var handtekinn í morgun í lögregluaðgerð á Akureyri vegna gruns um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, ISIS. Alls voru þrír handteknir en tveimur var fljótlega sleppt. Sá þriðji var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra:

„Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Í framhaldi voru framkvæmdar húsleitir í tveimur húsnæðum og lagði lögreglan hald á farsíma og peninga. Tveimur karlmannanna hefur nú verið sleppt. Þriðji maðurinn var fluttur til Grikklands ásamt eiginkonu sinni og sex börnum sem eru á aldrinum 6 mánaða til 16 ára og lenti vélin þar nú fyrir skömmu. Fjölskyldan kom hingað til lands í september og sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en var synjað á þeim forsendum að þau eru með alþjóðlega vernd í Grikklandi.
Aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir síðan í nóvember í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol, vegna upplýsinga um að fjölskyldufaðirinn sé meðlimur í Íslamska ríkinu, ISIS.
Mikilvægt þótti að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar í aðgerðinni í morgun og voru því starfsmenn félagsþjónustu, barnaverndar og heilbrigðismenntað starfsfólk ásamt fjölda lögreglumanna á vettvangi.
Aðgerð lögreglu tókst vel og er nú lokið en rannsókn málsins er enn á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.“

Í samtali við Heimildina vildi lögreglan ekki svara neinum spurningum varðandi málið. Samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra segir að svör við spurningum Heimildarinnar verði ekki veitt fyrr en eftir helgi. Ekki kemur fram að neinn hinna handteknu hafi verið staðnir að afbroti eða að lögregla hefði sóst eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almanna- eða rannsóknarhagsmuna.

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Þarna er ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra búinn að finna nýja leið til að flytja börn og fatlaða til Grikklands. Meintur ISIS fjölskyldufaðir!
    0
  • Hjörtur Hjartarson skrifaði
    Almannatengill Ríkislögreglustjóra að vinna fyrir kaupinu sínu:
    Segjum bara að þau séu í ISIS, og þá er allt í lagi. Það trúir því náttúrlega enginn, en þau eru farin og það skiptir mestu.
    Og illgjörnu rasistarnir hlakka.
    Mikið óskaplega er þetta trist.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár