Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tómas Guðbjartsson tjáir sig um sjúkraleyfið og lýsir „ómældum sársauka“

Hjarta­lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son er kom­inn í sjúkra­leyfi í kjöl­far um­ræðu um plast­barka­mál­ið. Hann biðst af­sök­un­ar á sín­um þætti og seg­ist hafa ver­ið of lengi að sjá í gegn­um svik Pao­los Macchi­ar­ini, sem var lýst í Net­flix-þátt­un­um Bad sur­geon.

Tómas Guðbjartsson tjáir sig um sjúkraleyfið og lýsir „ómældum sársauka“

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir hefur rofið þögnina í kjölfar frétta af því að hann væri farinn leyfi frá störfum hjá Landsspítalanum. Hann segist hafa „fylgt eindregnum ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Það geri ég bæði heilsu minnar vegna og með hagsmuni sjúklinga minna í huga“.

Í færslunni segist Tómas ekki hafa verið sendur í leyfi frá störfum frá Landspítalanum vegna plastbarkamálsins, heldur hafi hann sjálfur sótt sjúkraleyfi til að verja eigin heilsu og sjúklinga sinna. „Í starfi hjarta- og lungnaskurðlæknis geta mistök í aðgerð auðveldlega ógnað lífi þeirra, en í þeim stormi sem hefur geisað undanfarið hef ég ekki haft þá einbeitingu sem starfið krefst. Stjórnendur á Landspítala hafa stutt þessa ákvörðun mína.“

Tómas gefur til kynna að aðdragandinn að leyfinu sé umræðan svokallað plastbarkamál, en hann tók þátt í fyrstu plastbarkaígræðslunni með ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini árið 2011, sama læknis og er til umfjöllunar í Netflix-þáttaröðinni Bad Surgeon vegna sviksemi hans við boðun og framkvæmd ígræðslu plastbarka í fjölda sjúklinga í tilraunaskyni, án fyrri prófana á dýrum.

„Ég biðst af­sök­un­ar á þeim at­rið­um í þessu máli sem hefðu bet­ur mátt fara og sneru að mín­um störf­um sem lækn­ir og fræði­mað­ur, og hversu lang­an tíma það tók mig að sjá í gegn­um Paolo Macchi­ar­ini og þann blekk­ing­ar­vef sem hann skóp,“ seg­ir Tóm­as Guð­bjarts­son.

Þá greinir hann frá því að á síðastliðnum tíu árum hafi hann verið kallaður til sem vitni hjá 10 innlendum og erlendum rannsóknaraðilum vegna málsins. „Nafn mitt kemur oft fyrir í öllum þessum skýrslum, enda ákvað ég að eigin frumkvæði að afhenda öll gögn sem ég hafði undir höndum til sænsku lögreglunnar, þegar hún hóf formlega rannsókn á störfum Paolo Macchiarini fyrir tæpum áratug síðan. Gögnin innihalda meðal annars nákvæma tímalínu og persónulega tölvupósta, og hafa verið lykilheimildir við að upplýsa málið. Að afhenda slík gögn var ekki sjálfgefið, enda afhjúpuðu þau í sumum tilvikum ófullkomin vinnubrögð af minni hálfu.“

Í þættinum Þetta helst á Rás 1 á miðvikudag var greint frá óánægju samstarfsfólks Tómasar á Landspítalanum með opinbera framkomu hans og fyrirferð. „Níu læknar við Landspítalann sem Þetta helst hefur rætt við lýsa vaxandi kergju innan spítalans vegna hegðunar Tómasar Guðbjartssonar. Læknarnir eru ýmist í stjórnunarstöðum, hafa gengt stjórnunarstöðum eða starfað lengi á spítalanum. Þeir segja tilhneigingu Tómasar til að stæra sig af störfum sínum, ná langt út fyrir það sem læknum sæmi. Einmitt það sé stefið í plastbarkamálinu og eigi við um fleiri mál honum tengdum.“

Tómas svarar þessu í yfirlýsingunni. Hann segist hafa verið opinn fyrir samskiptum við fjölmiðla og litið á það sem hluta af starfi sínu sem prófessor í skurðlæknisfræði. „Ég hef einnig lagt í vana minn að svara fjölmiðlum þegar til mín hefur verið leitað. Þetta hefur greinilega orkað tvímælis hjá sumum kollegum mínum og ég mun taka þá gagnrýni til greina. Ég er mannlegur, oft á tíðum fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur, ekki síst þegar ég hef komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem standa hjarta mínu nærri. Ég hef þó ávallt, og eftir bestu vitund, reynt að greina rétt frá staðreyndum.“

Að lokum biðst Tómas afsökunar á því sem betur hefði mátt fara. „Ég biðst afsökunar á þeim atriðum í þessu máli sem hefðu betur mátt fara og sneru að mínum störfum sem læknir og fræðimaður, og hversu langan tíma það tók mig að sjá í gegnum Paolo Macchiarini og þann blekkingarvef sem hann skóp, og er vel lýst í þáttunum Bad Surgeon á Netflix. Þetta mál hefur nú fylgt mér í rúmlega 12 ár og valdið mér og fjölskyldu minni ómældum sársauka, sársauka sem mun fylgja mér ævina á enda. Meiri er þó vitaskuld sársauki og missir ekkjunnar og barnanna tveggja, sem mér verður  ítrekað hugsað til.“

Tómas með fyrsta plastbarkaþeganumAndemariam Beyne, sem kom frá Erítreu, var búsettur á Íslandi og sendur í aðgerð á plastbarka í Svíþjóð í gegnum Landspítalann. Var hann haldinn krabbameini í hálsi sem hafði tekið sig aftur upp. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariams – sá sem bar ábyrgð á og sá um meðferð hans. Tómas var þátttakandi í aðgerðinni árið 2011 og sá sem sá um eftirmeðferð á Íslandi.

Yfirlýsing Tómasar í heild

Undanfarið hefur aðkoma mín að fyrstu plastbarkaaðgerðinni á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011 verið á ný í fréttum. Umræðan hefur á köflum verið óvægin og stundum farið frjálslega með staðreyndir. Ég vil því árétta eftirfarandi:
Ég hef ekki verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítala, heldur hef ég fylgt eindregnum ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Það geri ég bæði heilsu minnar vegna og með hagsmuni sjúklinga minna í huga. Í starfi hjarta- og lungnaskurðlæknis geta mistök í aðgerð auðveldlega ógnað lífi þeirra, en í þeim stormi sem hefur geisað undanfarið hef ég ekki haft þá einbeitingu sem starfið krefst. Stjórnendur á Landspítala hafa stutt þessa ákvörðun mína.
Á sl. 10 árum hef ég verið kallaður til sem vitni hjá 10 innlendum og erlendum rannsóknaraðilum plastbarkamálsins, m.a. rannsóknarnefndum Karolinsku stofnunarinnar, Karolinska sjúkrahússins, sænsku lögreglunnar og síðast en ekki síst óháðri rannsóknarnefnd Landspítala og Háskóla Íslands sem Páll Hreinsson stýrði og skilaði ítarlegri skýrslu um 2017, sjá hér: https://www.hi.is/.../skyrsla_nefndar_um_plastbarkamalid.... Nafn mitt kemur oft fyrir í öllum þessum skýrslum, enda ákvað ég að eigin frumkvæði að afhenda öll gögn sem ég hafði undir höndum til sænsku lögreglunnar, þegar hún hóf formlega rannsókn á störfum Paolo Macchiarini fyrir tæpum áratug síðan. Gögnin innihalda m.a. nákvæma tímalínu og persónulega tölvupósta, og hafa verið lykilheimildir við að upplýsa málið. Að afhenda slík gögn var ekki sjálfgefið, enda afhjúpuðu þau í sumum tilvikum ófullkomin vinnubrögð af minni hálfu.
Í gegnum tíðina hef ég verið mjög opinn fyrir samskiptum við fjölmiðla og litið á það sem hluta af starfi mínu sem prófessor í skurðlæknisfræði. Ég hef einnig lagt í vana minn að svara fjölmiðlum þegar til mín hefur verið leitað. Þetta hefur greinilega orkað tvímælis hjá sumum kollegum mínum og ég mun taka þá gagnrýni til greina. Ég er mannlegur, oft á tíðum fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur, ekki síst þegar ég hef komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem standa hjarta mínu nærri. Ég hef þó ávallt, og eftir bestu vitund, reynt að greina rétt frá staðreyndum.
Ég biðst afsökunar á þeim atriðum í þessu máli sem hefðu betur mátt fara og sneru að mínum störfum sem læknir og fræðimaður, og hversu langan tíma það tók mig að sjá í gegnum Paolo Macchiarini og þann blekkingarvef sem hann skóp, og er vel lýst í þáttunum Bad Surgeon á Netflix. Þetta mál hefur nú fylgt mér í rúmlega 12 ár og valdið mér og fjölskyldu minni ómældum sársauka, sársauka sem mun fylgja mér ævina á enda. Meiri er þó vitaskuld sársauki og missir ekkjunnar og barnanna tveggja, sem mér verður ítrekað hugsað til.
Að lokum óska ég eftir að fjölmiðlar virði það að ég er í sjúkraleyfi og mun hvorki svara tölvupóstum né koma í viðtöl.
Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár