Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Katrín hringdi í Sonju sem er reiðubúin að taka þátt í frekara samtali

For­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, fund­aði með for­mönn­um BSRB, BHM og KÍ í dag. Á þeim fund­um leit­að­ist Katrín við að fá álit og sýn formann­anna á stöðu kjara­mála. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB, seg­ir að óljóst sé hvort kjara­við­ræð­ur breið­fylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga inn­an ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins muni þró­ast í átt að stærri samn­ingi sem tek­ur til að­ila á op­in­ber­um vinnu­mark­aði líka. Sonja seg­ist þó vera reiðu­bú­in að taka þátt í því sam­tali ef þró­ast í þá átt.

Katrín hringdi í Sonju sem er reiðubúin að taka þátt í frekara samtali
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, ræddu um stöðu kjaramála í síma í dag. Þá fundaði Katrín einnig með formönnum BHM og KÍ í morgun Mynd: Heimildin / TDV

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum BHM, BSRB og Kennarasambandi Íslands til þess að kanna afstöðu þeirra og sýn á kjaraviðræðurnar sem fara fram í vor. Þá áttu samningamenn á vegum breiðfylkingarinnar fund með stjórnvöldum á föstudaginn fyrir helgi. Á þeim fundi var rætt um aðkomu ríkisins að því að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamnings. 

Í samtali við Heimildina segist Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hafa átt gott samtal við forsætisráðherra í morgun í gegnum síma. Í símtalinu var rætt um afstöðu bandalagsins til yfirstandandi viðræðna og farið yfir kröfur BSRB til stjórnvalda til þess að liðka fyrir gerð samnings.  

„Í húsnæðisliðnum þá er krafan okkar um 1.000 íbúðir í almenna íbúðakerfið á ári út kjarasamningstímabilið, það er aukin húsnæðisstuðningur, auknar barnabætur og svo að brúa bilið, endurmeta virði kvennastarfa, hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum og svo aðgerðir varðandi kynbundið ofbeldi,“ segir Sonja.

Heimildin hafði einnig samband við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM, og Magnús Þór Jónsson, formann KÍ. Bæði sögðust hafa rætt við forsætisráðherra í síma í morgun en vildu ekki tjá sig í smáatriðum um efni samtalsins. „Þetta var ágætis samtal og á góðum nótum. Við sjáum bara hvað gerist í framtíðinni, hvort það verði frekara samtal eða hvað gerist. Við erum svo sem ekki með lausan kjarasamning fyrr en seinna,“ segir Magnús.

Þjóðarsátt eða hefðbundnir kjarasamningar

Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa hingað til gengið vel. Samningsaðilar hafa verið óvenju samstíga varðandi markmið kjarasamningsins og viðræðurnar eru sagðar miða vel áfram.

Þá virðist fundur breiðfylkingarinnar við stjórnvöld, sem fór fram síðastliðinn föstudag, hafa gengið vel. Í færslu sem Bjarni Benediktsson birti á Facebook-síðu sinni eftir fundinn, sagðist hann vera bjartsýnn á að hægt verði að leiða til lykta farsæla lausn á viðræðunum með aðkomu stjórnvalda. Þá sagði hann ganginn í viðræðunum vera „á vissan hátt sögulega.“

Í viðtali við RÚV í dag sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir vera bjartsýn á að samningar gætu náðst fyrir mánaðamót.

Í fréttaumfjöllun um þessar viðræður hefur gjarnan verið talað um þjóðarsátt. Talsmenn breiðfylkingarinnar hafa sömuleiðis notast við hugtakið. Þetta orðalag hafa formenn stéttarfélaga og heildarsamtaka sem semja fyrir hönd opinbera vinnumarkaðsins, sem standa fyrir utan yfirstandandi kjaraviðræður, gagnrýnt. Ekki sé hægt að tala um þjóðarsátt á meðan þessi félög standa fyrir utan kjaraviðræðurnar. 

Til að mynda hefur Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, bent á það, í grein sem birt var á Vísi, að breiðfylking stéttarfélaga og landssambanda á almenna vinnumarkaði semji aðeins fyrir hönd launafólks sem samanlagt eru um 47 prósent af vísitölu grunntímakaups á markaði.

Hin helmingur vísitölunnar sé fólk í félögum sem standa fyrir utan viðræðurnar. Félög á borð við BHM, BSRB, KÍ, önnur stéttarfélög utan heildarsamtaka og síðan launafólk sem stendur utan stéttarfélaga. Þessi félög þurfi að koma að samningaborðinu til þess að hægt sé að tala um væntanlega þjóðarsátt.

Þá hefur Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, líka gagnrýnt orðalagið og sagt að fleiri aðilar þurfi að koma að viðræðunum til þess að leiða í gegn svokallaða þjóðarsátt. Þá losna samningar vinnufólks á opinberum markaði losna í lok mars. 

BSRB reiðubúið að fara blandaða leið

Í samtali við Heimildina segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, ekkert því til fyrirstöðu að samtökin taki þátt í gerð stærri samnings ef málin skyldu þróast á þann veg. 

Enn sem komið er fylgist hún og ráðamenn samtakanna með viðræðunum og hvert þær stefna, sem er enn óljóst. „Við erum á þessum tímapunkti núna að velta fyrir okkur hvort þetta verði hefðbundnir kjarasamningar. Eða hvort sé verið að undirbyggja einhverskonar þjóðarsátt þar sem að öll komi að samtalinu,“ segir Sonja.

Þó svo að samningar BSRB losna ekki fyrr en í mars sé ekkert því til fyrirstöðu að BSRB taki þátt umfangsmeiri kjaraviðræðum sem ná til fleiri aðila á markaði. Varðandi launaliðinn segir Sonja að BSRB sé ekki búið að taka afdráttarlausa afstöðu varðandi það.

„Það sem við höfum sagt er að við erum tilbúin að skoða hóflegar launahækkanir að því gefnu að það sé mjög rík aðkoma stjórnvalda. Hins vegar er mikilvægt að horfa til þess að það hefur verið kaupmáttarrýrnun hjá stórum hópum á undanförnum árum. Ef við ætlum að gera langtímakjarasamning, þá hefur ekki verið fyrirstaða hjá okkur, það má vel horfa á blandaða leið,“ segir Sonja.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi grein segir bara að allur séu glaðir og tilbúnir til að tala við hvorn annan og vera jafnvel hver öðrum til lags. En það segir ekkert bókstaflega ekkert um hvað menn og konur eru svo mikið sammála um.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaramál

Hjúkrunarfræðingar í sjokki: „Þessi samningur verður kolfelldur“
FréttirKjaramál

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í sjokki: „Þessi samn­ing­ur verð­ur kol­felld­ur“

„Fólk átti von á tals­vert meiru og ég heyri að mörg­um finnst þetta móðg­andi. Þetta eru hrika­leg von­brigði.“ Þetta seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur með um 40 ára starfs­reynslu um ný­gerð­an kjara­samn­ing hjúkr­un­ar­fræð­inga við rík­ið. Hún seg­ir mikla óánægju inn­an stétt­ar­inn­ar með samn­ing­inn, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar séu í hon­um að selja áunn­in rétt­indi og kaffi­tíma.
Kergja og kraumandi reiði: „Hvar er samningurinn?“
Fréttir

Kergja og kraum­andi reiði: „Hvar er samn­ing­ur­inn?“

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár