Málaferli Suður Afríku gegn Ísraelsríki fyrir alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag hefjast næstkomandi fimmtudag, 11. janúar. Suður Afríka höfðar málið vegna meints þjóðarmorðs, eða hópmorðs eins og það er stundum kallað í lagalegu máli, Ísraels á palestínskum íbúum Gasasvæðisins. Dómstóllinn hefur lögsögu yfir ríkjunum sem eru bæði aðilar að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð sem hefur verið í gildi síðan árið 1951. Úrskurður alþjóðadómstólsins er bindandi en þó háð pólitískum vilja til honum sé fylgt eftir. Ísrael hefur sagst ætla að verja sig fyrir dómstólnum sem er ákveðin stefnubreyting en yfirvöld þar í landi hafa hingað til sniðgengið dómstólinn áratugum saman. Talsmaður ísraelskra stjórnvalda segir ennfremur Suður Afríku með þessu vera „samseka glæpum Hamas gegn Ísrael.“ Kæran fordæmir þó með öllu árás Hamas á almenna borgara 7. október.
Kæra Suður Afríku byggist á 80-síðna samantekt þar sem færð eru rök fyrir því að Ísrael hafi gerst brotleg …
Það voru gyðingar sem urðu fyrir þjóðarmorði ekki Ísraelar enda var Ísrael ekki til þá, það var stofnað 1948.