Enginn hefur nú heimild til þess að stunda veiðar við Íslandsmið sem hafa verið stundaðar á svæðinu frá því á sautjándu öld. Til þess að fara á slíkar veiðar, hvalveiðar, þarf sérstakt leyfi frá matvælaráðuneytinu. Engin umsókn hefur borist ráðuneytinu, samkvæmt svari þess við fyrirspurn Heimildarinnar.
Árið 2019 fékk Hvalur hf. veiðileyfi frá ráðuneytinu, sem Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson stýrði á þeim tíma, til fimm ára. Það leyfi rann út um áramótin. Enginn er því með gilt leyfi til hvalveiða sem stendur.
Hvalveiðitímabilið hefst almennt í júní en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar tímabundið degi áður en tímabilið átti að hefjast í fyrra. Þær hófust svo tveimur mánuðum síðar, í lok ágúst síðastliðins, með hertum skilyrðum. Veiðunum lauk svo 30. september eftir að veiðimenn Hvals höfðu veitt 24 langreyðar.
Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sem birt var fyrir helgi …
Athugasemdir (2)