Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafa undirritað nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið til fjögurra ára. Hefur hann þegar tekið gildi. Í samningnum er kveðið á um að á gildistíma hans, árin 2024-2027, verði unnið að því að minnka umsvif RÚV á samkeppnismarkaði. Þetta verði til dæmis gert með því að takmarka birtingu auglýsinga eða breyta eðli og umfangi auglýsingasölu.
Gert er ráð fyrir því að breytingarnar muni valda mögulegu tekjutapi hjá Ríkisútvarpinu vegna minni umsvifa á samkeppnismarkaði. Verði slíkt tekjutap mun ráðuneytið koma til móts við RÚV svo það geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu.
Ríkisútvarpið er fjölmiðill sem starfar í almannaþágu samkvæmt lögum nr. 23/2013. Sinnir hann lýðræðislegu hlutverki með fréttaþjónustu og menningarlegu hlutverki með rækt við íslenska tungu og fjölbreyttu efni um listir. Áhersla er lögð á fjölbreytt framboð efnis …
Það þýðir ekki að stofna útvarpstöðvar og fara svo að væla.
Ætli íslendingar eigi ekki heimsmet í fjölda fjölmiðla miðað við mannfjölda ?