Sterkur skjálfti reið yfir á suðvesturhorninu klukkan 10.50. Fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Á vef Veðurstofu Íslands segir nú að skjálftanir hafi verið þrír. Sá fyrsti reið yfir klukkan 10.50 og var 4,3 á stærð og upptök hans voru fjórir kílómetrar norðnorðvestan af Krýsuvík. Þá segir á síðunni að sú mæling hafi verið yfirfarin. Eftirskjálfti, sem reið yfir rúmri mínútu síðar, var 3,4 að stærð. Sá þriðji reið yfir klukkan 10.54 og fyrsta mæling bendir til þess að hann hafi verið 3,1 að stærð.
Í samtali við RÚV segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, að líklega sé um hefðbundin brotaskjálfta að ræða og ekki sé um eldsumbrot að ræða.
Í samtali við blaðamann Heimildarinnar segir Ármann Höskuldsson, eldfjalla- og jarðefnafræðingur, segir orsök skjálftana vera spennulosun á Reykjanessvæðinu. „Flekamótin eru byrjuð að rífa sig í sundur og því er eðlilegt að það verði …
Athugasemdir