Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafnað af Íslandi í miðju stríði – Sefur í tjaldi fyrir utan Alþingi

„Í miðju stríði fékk ég höfn­un,“ seg­ir 22 ára palestínsk­ur mað­ur sem Út­lend­inga­stofn­un hef­ur skor­að á að yf­ir­gefa Ís­land án taf­ar. Hann hef­ur í sex næt­ur sof­ið í tjaldi fyr­ir ut­an Al­þingi í mót­mæla­skyni.

Hafnað af Íslandi í miðju stríði – Sefur í tjaldi fyrir utan Alþingi
Von „Ég sé ekkert sem getur glatt mig. Ég bíð og vona að eitthvað breytist,“ segir Mohammed sem hefur áfrýjað niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála. Mynd: Golli

Í september kom hinn 22 ára gamli palestínski Mohammed Alhaw til Íslands, fullur vonar. Tæpum mánuði síðar voru sprengjur Ísraelshers farnar að falla á landi hans af tíðni sem aldrei hafði sést áður. Svo fékk hann höfnun frá Útlendingastofnun. Umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann er þegar með stöðu flóttamanns í Grikklandi og var honum gert að fara úr landi innan 30 daga.

Mohammed hefur sofið fyrir utan Alþingi í sex nætur í litlu appelsínugulu tjaldi. Skammt frá er stærra tjald, hvítt og áþekkt tjöldunum sem rísa í Herjólfsdal á þjóðhátíð. Þar hafa Palestínumenn og stuðningsfólk þess safnast saman í mótmælaskyni daglega frá 27. desember síðastliðnum. Þeir kalla eftir því að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sé komið af Gasasvæðinu hið snarasta. 

Flestir þessara Palestínumanna hafa þegar fengið samþykkta hælisumsókn hér á landi, enda er ekki hægt að óska eftir fjölskyldusameiningu nema vernd hafi þegar verið veitt. 

„Ég verð að hjálpa sjálfum mér fyrst ef ég vil hjálpa fjölskyldu minni,“ útskýrir Mohammed sem flúði Gasasvæðið tvítugur að aldri árið 2021. Þar býr móðir hans enn ásamt systur hans og bróður. Heimili þeirra var gjöreyðilagt í sprengjuárás Ísraelshers, segir Mohammed. 

Hann  vildi betra líf, en þó að hann hafi losnað við stríðið þá hefur draumur hans um „venjulegt líf“ – líf þar sem hann getur unnið fyrir sér, borgað skatta og stundað nám – ekki ræst. 

Líkamlegt ofbeldi í Grikklandi

Mohammed fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi í byrjun árs 2022 en sú vernd segir hann að hafi gert lítið sem ekkert til þess að bæta lífskjör hans. 

„Þar get ég ekki hjálpað sjálfum mér því launin eru svo lág og það aðstoðar mig enginn. Hér hjálpar fólk þér, annað en í Grikklandi,“ segir Mohammed. 

„Mér leið ekki eins og ég væri öruggur“

Hann sagði fulltrúum Útlendingastofnunar frá mjög alvarlegu ofbeldi sem hann varð fyrir þar af hálfu nokkurra karlmanna, endalauss óöryggis, barsmíða af hálfu lögreglunnar og búsetu á götunni innan um fíkniefnaneytendur og glæpamenn. 

„Mér leið ekki eins og ég væri öruggur,“ segir Mohammed.  

Í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli Mohammeds segir að alþjóðleg vernd einstaklinga í Grikklandi uppfylli „þær kröfur sem flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna setur.“ Það er þó ekki reynsla Mohammeds og hið sama má segja um fjölmarga aðra flóttamenn sem Heimildin hefur rætt við og vilja alls ekki snúa aftur til Grikklands. 

Um 120.000 hælisleitendur eru í Grikklandi og þar búa 50.000 flóttamenn. Landið er eitt af þeim sem taka hvað mestan þunga af flóttamannakrísunni og eru 3% þjóðarinnar flóttamenn, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). 

„Flestir flóttamenn sem búa í þéttbýli [í Grikklandi] geta ekki fundið vinnu til að framfleyta fjölskyldum sínum þar sem Grikkland glímir enn við efnahagslega erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2015,“ segir í samantekt Alþjóða björgunarnefndarinnar (IRC) um stöðuna í Grikklandi. 

Í viðtali við Heimildina í nóvember sagði Annika Sandlund, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, galla á því fyrirkomulagi að hælisleitendur væru aftur og aftur sendir til landa eins og Grikklands þar sem þeir hefðu þegar fengið hæli. Fyrirkomulagið gerði ráð fyrir því að móttaka flóttamanna væri jafn góð á öllum stöðum í Evrópu.

„En það er ekki staðan,“ sagði Annika. „Auðvitað eru Evrópuríkin misvel stödd efnahagslega og það mun líka hafa áhrif á það hvort fólki líður eins og það geti raunverulega fengið vinnu og gefið af sér til samfélagsins.“

SvefnTjaldið sem Mohammed sefur í. Austurvöllur er ekki góður næturstaður en þar sefur hann, og í það minnsta einn annar palestínskur flóttamaður, og krefst þess að fólki sem hefur fengið hér dvalarleyfi verði komið af Gasasvæðinu hið snarasta.

Getur ekki horft til framtíðar þegar nútíðin er ótrygg

Það er einmitt það sem Mohammed segist vilja, að vinna, greiða sína skatta, mennta sig. 

„Ég bið bara um venjulegt líf. Mig langar að byrja lífið, komast í nám og horfa til framtíðar. Þegar ég bjó á Gasa, í Grikklandi og í Þýskalandi gat ég ekki hugsað um framtíðina,“ segir Mohammed sem sótti einnig um vernd í Þýskalandi en fékk þar neitun í þrígang. 

„Á öllu þessu ferðalagi var líf mitt sett á pásu. Ég get ekki tryggt nútíðina til þess að hugsa um framtíðina. Ég er hér sem stendur en kannski verð ég farinn í annað land á morgun.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár