Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hafnað af Íslandi í miðju stríði – Sefur í tjaldi fyrir utan Alþingi

„Í miðju stríði fékk ég höfn­un,“ seg­ir 22 ára palestínsk­ur mað­ur sem Út­lend­inga­stofn­un hef­ur skor­að á að yf­ir­gefa Ís­land án taf­ar. Hann hef­ur í sex næt­ur sof­ið í tjaldi fyr­ir ut­an Al­þingi í mót­mæla­skyni.

Hafnað af Íslandi í miðju stríði – Sefur í tjaldi fyrir utan Alþingi
Von „Ég sé ekkert sem getur glatt mig. Ég bíð og vona að eitthvað breytist,“ segir Mohammed sem hefur áfrýjað niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála. Mynd: Golli

Í september kom hinn 22 ára gamli palestínski Mohammed Alhaw til Íslands, fullur vonar. Tæpum mánuði síðar voru sprengjur Ísraelshers farnar að falla á landi hans af tíðni sem aldrei hafði sést áður. Svo fékk hann höfnun frá Útlendingastofnun. Umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann er þegar með stöðu flóttamanns í Grikklandi og var honum gert að fara úr landi innan 30 daga.

Mohammed hefur sofið fyrir utan Alþingi í sex nætur í litlu appelsínugulu tjaldi. Skammt frá er stærra tjald, hvítt og áþekkt tjöldunum sem rísa í Herjólfsdal á þjóðhátíð. Þar hafa Palestínumenn og stuðningsfólk þess safnast saman í mótmælaskyni daglega frá 27. desember síðastliðnum. Þeir kalla eftir því að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sé komið af Gasasvæðinu hið snarasta. 

Flestir þessara Palestínumanna hafa þegar fengið samþykkta hælisumsókn hér á landi, enda er ekki hægt að óska eftir fjölskyldusameiningu nema vernd hafi þegar verið veitt. 

„Ég verð að hjálpa sjálfum mér fyrst ef ég vil hjálpa fjölskyldu minni,“ útskýrir Mohammed sem flúði Gasasvæðið tvítugur að aldri árið 2021. Þar býr móðir hans enn ásamt systur hans og bróður. Heimili þeirra var gjöreyðilagt í sprengjuárás Ísraelshers, segir Mohammed. 

Hann  vildi betra líf, en þó að hann hafi losnað við stríðið þá hefur draumur hans um „venjulegt líf“ – líf þar sem hann getur unnið fyrir sér, borgað skatta og stundað nám – ekki ræst. 

Líkamlegt ofbeldi í Grikklandi

Mohammed fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi í byrjun árs 2022 en sú vernd segir hann að hafi gert lítið sem ekkert til þess að bæta lífskjör hans. 

„Þar get ég ekki hjálpað sjálfum mér því launin eru svo lág og það aðstoðar mig enginn. Hér hjálpar fólk þér, annað en í Grikklandi,“ segir Mohammed. 

„Mér leið ekki eins og ég væri öruggur“

Hann sagði fulltrúum Útlendingastofnunar frá mjög alvarlegu ofbeldi sem hann varð fyrir þar af hálfu nokkurra karlmanna, endalauss óöryggis, barsmíða af hálfu lögreglunnar og búsetu á götunni innan um fíkniefnaneytendur og glæpamenn. 

„Mér leið ekki eins og ég væri öruggur,“ segir Mohammed.  

Í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli Mohammeds segir að alþjóðleg vernd einstaklinga í Grikklandi uppfylli „þær kröfur sem flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna setur.“ Það er þó ekki reynsla Mohammeds og hið sama má segja um fjölmarga aðra flóttamenn sem Heimildin hefur rætt við og vilja alls ekki snúa aftur til Grikklands. 

Um 120.000 hælisleitendur eru í Grikklandi og þar búa 50.000 flóttamenn. Landið er eitt af þeim sem taka hvað mestan þunga af flóttamannakrísunni og eru 3% þjóðarinnar flóttamenn, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). 

„Flestir flóttamenn sem búa í þéttbýli [í Grikklandi] geta ekki fundið vinnu til að framfleyta fjölskyldum sínum þar sem Grikkland glímir enn við efnahagslega erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2015,“ segir í samantekt Alþjóða björgunarnefndarinnar (IRC) um stöðuna í Grikklandi. 

Í viðtali við Heimildina í nóvember sagði Annika Sandlund, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, galla á því fyrirkomulagi að hælisleitendur væru aftur og aftur sendir til landa eins og Grikklands þar sem þeir hefðu þegar fengið hæli. Fyrirkomulagið gerði ráð fyrir því að móttaka flóttamanna væri jafn góð á öllum stöðum í Evrópu.

„En það er ekki staðan,“ sagði Annika. „Auðvitað eru Evrópuríkin misvel stödd efnahagslega og það mun líka hafa áhrif á það hvort fólki líður eins og það geti raunverulega fengið vinnu og gefið af sér til samfélagsins.“

SvefnTjaldið sem Mohammed sefur í. Austurvöllur er ekki góður næturstaður en þar sefur hann, og í það minnsta einn annar palestínskur flóttamaður, og krefst þess að fólki sem hefur fengið hér dvalarleyfi verði komið af Gasasvæðinu hið snarasta.

Getur ekki horft til framtíðar þegar nútíðin er ótrygg

Það er einmitt það sem Mohammed segist vilja, að vinna, greiða sína skatta, mennta sig. 

„Ég bið bara um venjulegt líf. Mig langar að byrja lífið, komast í nám og horfa til framtíðar. Þegar ég bjó á Gasa, í Grikklandi og í Þýskalandi gat ég ekki hugsað um framtíðina,“ segir Mohammed sem sótti einnig um vernd í Þýskalandi en fékk þar neitun í þrígang. 

„Á öllu þessu ferðalagi var líf mitt sett á pásu. Ég get ekki tryggt nútíðina til þess að hugsa um framtíðina. Ég er hér sem stendur en kannski verð ég farinn í annað land á morgun.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár