Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafnað af Íslandi í miðju stríði – Sefur í tjaldi fyrir utan Alþingi

„Í miðju stríði fékk ég höfn­un,“ seg­ir 22 ára palestínsk­ur mað­ur sem Út­lend­inga­stofn­un hef­ur skor­að á að yf­ir­gefa Ís­land án taf­ar. Hann hef­ur í sex næt­ur sof­ið í tjaldi fyr­ir ut­an Al­þingi í mót­mæla­skyni.

Hafnað af Íslandi í miðju stríði – Sefur í tjaldi fyrir utan Alþingi
Von „Ég sé ekkert sem getur glatt mig. Ég bíð og vona að eitthvað breytist,“ segir Mohammed sem hefur áfrýjað niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála. Mynd: Golli

Í september kom hinn 22 ára gamli palestínski Mohammed Alhaw til Íslands, fullur vonar. Tæpum mánuði síðar voru sprengjur Ísraelshers farnar að falla á landi hans af tíðni sem aldrei hafði sést áður. Svo fékk hann höfnun frá Útlendingastofnun. Umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann er þegar með stöðu flóttamanns í Grikklandi og var honum gert að fara úr landi innan 30 daga.

Mohammed hefur sofið fyrir utan Alþingi í sex nætur í litlu appelsínugulu tjaldi. Skammt frá er stærra tjald, hvítt og áþekkt tjöldunum sem rísa í Herjólfsdal á þjóðhátíð. Þar hafa Palestínumenn og stuðningsfólk þess safnast saman í mótmælaskyni daglega frá 27. desember síðastliðnum. Þeir kalla eftir því að fjölskyldumeðlimum þeirra, sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sé komið af Gasasvæðinu hið snarasta. 

Flestir þessara Palestínumanna hafa þegar fengið samþykkta hælisumsókn hér á landi, enda er ekki hægt að óska eftir fjölskyldusameiningu nema vernd hafi þegar verið veitt. 

„Ég verð að hjálpa sjálfum mér fyrst ef ég vil hjálpa fjölskyldu minni,“ útskýrir Mohammed sem flúði Gasasvæðið tvítugur að aldri árið 2021. Þar býr móðir hans enn ásamt systur hans og bróður. Heimili þeirra var gjöreyðilagt í sprengjuárás Ísraelshers, segir Mohammed. 

Hann  vildi betra líf, en þó að hann hafi losnað við stríðið þá hefur draumur hans um „venjulegt líf“ – líf þar sem hann getur unnið fyrir sér, borgað skatta og stundað nám – ekki ræst. 

Líkamlegt ofbeldi í Grikklandi

Mohammed fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi í byrjun árs 2022 en sú vernd segir hann að hafi gert lítið sem ekkert til þess að bæta lífskjör hans. 

„Þar get ég ekki hjálpað sjálfum mér því launin eru svo lág og það aðstoðar mig enginn. Hér hjálpar fólk þér, annað en í Grikklandi,“ segir Mohammed. 

„Mér leið ekki eins og ég væri öruggur“

Hann sagði fulltrúum Útlendingastofnunar frá mjög alvarlegu ofbeldi sem hann varð fyrir þar af hálfu nokkurra karlmanna, endalauss óöryggis, barsmíða af hálfu lögreglunnar og búsetu á götunni innan um fíkniefnaneytendur og glæpamenn. 

„Mér leið ekki eins og ég væri öruggur,“ segir Mohammed.  

Í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli Mohammeds segir að alþjóðleg vernd einstaklinga í Grikklandi uppfylli „þær kröfur sem flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna setur.“ Það er þó ekki reynsla Mohammeds og hið sama má segja um fjölmarga aðra flóttamenn sem Heimildin hefur rætt við og vilja alls ekki snúa aftur til Grikklands. 

Um 120.000 hælisleitendur eru í Grikklandi og þar búa 50.000 flóttamenn. Landið er eitt af þeim sem taka hvað mestan þunga af flóttamannakrísunni og eru 3% þjóðarinnar flóttamenn, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). 

„Flestir flóttamenn sem búa í þéttbýli [í Grikklandi] geta ekki fundið vinnu til að framfleyta fjölskyldum sínum þar sem Grikkland glímir enn við efnahagslega erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2015,“ segir í samantekt Alþjóða björgunarnefndarinnar (IRC) um stöðuna í Grikklandi. 

Í viðtali við Heimildina í nóvember sagði Annika Sandlund, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, galla á því fyrirkomulagi að hælisleitendur væru aftur og aftur sendir til landa eins og Grikklands þar sem þeir hefðu þegar fengið hæli. Fyrirkomulagið gerði ráð fyrir því að móttaka flóttamanna væri jafn góð á öllum stöðum í Evrópu.

„En það er ekki staðan,“ sagði Annika. „Auðvitað eru Evrópuríkin misvel stödd efnahagslega og það mun líka hafa áhrif á það hvort fólki líður eins og það geti raunverulega fengið vinnu og gefið af sér til samfélagsins.“

SvefnTjaldið sem Mohammed sefur í. Austurvöllur er ekki góður næturstaður en þar sefur hann, og í það minnsta einn annar palestínskur flóttamaður, og krefst þess að fólki sem hefur fengið hér dvalarleyfi verði komið af Gasasvæðinu hið snarasta.

Getur ekki horft til framtíðar þegar nútíðin er ótrygg

Það er einmitt það sem Mohammed segist vilja, að vinna, greiða sína skatta, mennta sig. 

„Ég bið bara um venjulegt líf. Mig langar að byrja lífið, komast í nám og horfa til framtíðar. Þegar ég bjó á Gasa, í Grikklandi og í Þýskalandi gat ég ekki hugsað um framtíðina,“ segir Mohammed sem sótti einnig um vernd í Þýskalandi en fékk þar neitun í þrígang. 

„Á öllu þessu ferðalagi var líf mitt sett á pásu. Ég get ekki tryggt nútíðina til þess að hugsa um framtíðina. Ég er hér sem stendur en kannski verð ég farinn í annað land á morgun.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu