Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn braut líka lög við Íslandsbankasöluna en er ekki refsað

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands tel­ur að starfs­fólk Lands­bank­ans hafi brot­ið lög við flokk­un fjög­urra við­skipta­vina sinna sem fag­fjár­festa þeg­ar 22,5 pró­senta hlut­ur rík­is­ins í Ís­lands­banka var seld­ur í lok­uðu út­boði í fyrra. Eng­inn refs­ing er við brot­un­um.

Landsbankinn braut líka lög við Íslandsbankasöluna en er ekki refsað
Bankastjórinn Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur lokið rannsókn sinni á háttsemi starfsfólks Landsbankans við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Niðurstaðan er að bankinn braut lög við flokkun fjögurra viðskiptavina sinna sem fagfjárfesta. Það var skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu að fá slíka flokkun. 

Brotin eru ekki talin svo alvarleg að gera eigi bankanum refsingu, líkt og gert var í tilfelli Íslandsbanka. Báðir bankarnir – og margir fleiri aðilar – tóku þátt í að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka. Enn hefur fjármálaeftirlitið nokkra þeirra til rannsóknar, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. 

Landsbankinn tilkynnti sjálfur um niðurstöðu FME á vefsíðu sinni en eftirlitið hefur sjálft birt skýrslu með niðurstöðum sínum. Þar kemur fram að niðurstöðurnar hafi legið fyrir í nóvember, þó þær séu fyrst birtar almenningi núna. 

Skjalið sem FME birtir með niðurstöðu sinni er tæp ein blaðsíða að lengd, samanborið …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár