Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur lokið rannsókn sinni á háttsemi starfsfólks Landsbankans við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Niðurstaðan er að bankinn braut lög við flokkun fjögurra viðskiptavina sinna sem fagfjárfesta. Það var skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu að fá slíka flokkun.
Brotin eru ekki talin svo alvarleg að gera eigi bankanum refsingu, líkt og gert var í tilfelli Íslandsbanka. Báðir bankarnir – og margir fleiri aðilar – tóku þátt í að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka. Enn hefur fjármálaeftirlitið nokkra þeirra til rannsóknar, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar.
Landsbankinn tilkynnti sjálfur um niðurstöðu FME á vefsíðu sinni en eftirlitið hefur sjálft birt skýrslu með niðurstöðum sínum. Þar kemur fram að niðurstöðurnar hafi legið fyrir í nóvember, þó þær séu fyrst birtar almenningi núna.
Skjalið sem FME birtir með niðurstöðu sinni er tæp ein blaðsíða að lengd, samanborið …
Athugasemdir (1)