Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn braut líka lög við Íslandsbankasöluna en er ekki refsað

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands tel­ur að starfs­fólk Lands­bank­ans hafi brot­ið lög við flokk­un fjög­urra við­skipta­vina sinna sem fag­fjár­festa þeg­ar 22,5 pró­senta hlut­ur rík­is­ins í Ís­lands­banka var seld­ur í lok­uðu út­boði í fyrra. Eng­inn refs­ing er við brot­un­um.

Landsbankinn braut líka lög við Íslandsbankasöluna en er ekki refsað
Bankastjórinn Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur lokið rannsókn sinni á háttsemi starfsfólks Landsbankans við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Niðurstaðan er að bankinn braut lög við flokkun fjögurra viðskiptavina sinna sem fagfjárfesta. Það var skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu að fá slíka flokkun. 

Brotin eru ekki talin svo alvarleg að gera eigi bankanum refsingu, líkt og gert var í tilfelli Íslandsbanka. Báðir bankarnir – og margir fleiri aðilar – tóku þátt í að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka. Enn hefur fjármálaeftirlitið nokkra þeirra til rannsóknar, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. 

Landsbankinn tilkynnti sjálfur um niðurstöðu FME á vefsíðu sinni en eftirlitið hefur sjálft birt skýrslu með niðurstöðum sínum. Þar kemur fram að niðurstöðurnar hafi legið fyrir í nóvember, þó þær séu fyrst birtar almenningi núna. 

Skjalið sem FME birtir með niðurstöðu sinni er tæp ein blaðsíða að lengd, samanborið …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár