Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brynjar Níelsson orðinn starfsmaður fjármálaráðuneytisins

Brynj­ar Ní­els­son hóf störf hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Vinn­ur hann þar við frum­varps­gerð og önn­ur verk­efni sem und­ir ráðu­neyt­ið heyra.

Brynjar Níelsson orðinn starfsmaður fjármálaráðuneytisins
Stjórnmálamaður Brynjar sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 2013-2021. Sinnti hann varaþingmennsku eftir það. Mynd: Bára Huld Beck

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafið störf í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þetta staðfestir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, við Heimildina.

Að sögn hennar mun Brynjar vinna að frumvarpsgerð og öðrum verkefnum sem undir fjármálaráðuneytið heyra. Um tímabundna ráðningu er að ræða. Brynjar hóf störf í október og ráðningartími hans rennur út í lok maí.

Ráðherraskipti urðu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í sama mánuði og Brynjar var ráðinn, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá setið þar meira og minna í áratug. Hann sagði af sér 10. október síðastliðinn og nokkrum dögum síðar tók hann við embætti utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, settist í stað Bjarna í fjármála- og efnahagsráðuneytið. 

Í skriflegri fyrirspurn óskaði Heimildin einnig eftir upplýsingum um hvenær Brynjar var ráðinn en því var ekki svarað. 

Brynjar er lög­fræð­ingur að mennt, en hann lauk emb­ætt­is­próf í lög­fræði HÍ 1986 og öðl­að­ist rétt­indi til mál­flutn­ings fyrir …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Frjálshygglunarhugsjónapilsfaldaröfgakapítalistar ríða röftum á Íslandi.
    Og eru að koma enn einum frjálshygglunarhugsjónapilsfaldaröfgakapítalista á hinn ofur feita ríkisspena, þ.e.a.s. fólkið í landinu þarf að borga undir rassinn á þessum gagnslausa hreppsómaga.
    2
  • Olafur Kristjansson skrifaði
    Blessaður kúturinn! Hann jórtrar við jötuna, sæll og glaður.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Guð minn góður, ætli sé verið að undirbúa að setja hann í sendiherrastól eða e-ð álíka?
    4
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Brynjar yrði ekki síðri sendiherra en Svanhildur og hennar líkar.
      0
  • Hjörtur Hjartarson skrifaði
    Fjandinn þekkir sína - og umbunar þeim.
    6
  • Kristján Elís Jónasson skrifaði
    það stoppar ekki þetta lið
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár