Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Brynjar Níelsson orðinn starfsmaður fjármálaráðuneytisins

Brynj­ar Ní­els­son hóf störf hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Vinn­ur hann þar við frum­varps­gerð og önn­ur verk­efni sem und­ir ráðu­neyt­ið heyra.

Brynjar Níelsson orðinn starfsmaður fjármálaráðuneytisins
Stjórnmálamaður Brynjar sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 2013-2021. Sinnti hann varaþingmennsku eftir það. Mynd: Bára Huld Beck

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafið störf í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þetta staðfestir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, við Heimildina.

Að sögn hennar mun Brynjar vinna að frumvarpsgerð og öðrum verkefnum sem undir fjármálaráðuneytið heyra. Um tímabundna ráðningu er að ræða. Brynjar hóf störf í október og ráðningartími hans rennur út í lok maí.

Ráðherraskipti urðu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í sama mánuði og Brynjar var ráðinn, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá setið þar meira og minna í áratug. Hann sagði af sér 10. október síðastliðinn og nokkrum dögum síðar tók hann við embætti utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, settist í stað Bjarna í fjármála- og efnahagsráðuneytið. 

Í skriflegri fyrirspurn óskaði Heimildin einnig eftir upplýsingum um hvenær Brynjar var ráðinn en því var ekki svarað. 

Brynjar er lög­fræð­ingur að mennt, en hann lauk emb­ætt­is­próf í lög­fræði HÍ 1986 og öðl­að­ist rétt­indi til mál­flutn­ings fyrir …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Frjálshygglunarhugsjónapilsfaldaröfgakapítalistar ríða röftum á Íslandi.
    Og eru að koma enn einum frjálshygglunarhugsjónapilsfaldaröfgakapítalista á hinn ofur feita ríkisspena, þ.e.a.s. fólkið í landinu þarf að borga undir rassinn á þessum gagnslausa hreppsómaga.
    2
  • Olafur Kristjansson skrifaði
    Blessaður kúturinn! Hann jórtrar við jötuna, sæll og glaður.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Guð minn góður, ætli sé verið að undirbúa að setja hann í sendiherrastól eða e-ð álíka?
    4
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Brynjar yrði ekki síðri sendiherra en Svanhildur og hennar líkar.
      0
  • Hjörtur Hjartarson skrifaði
    Fjandinn þekkir sína - og umbunar þeim.
    6
  • Kristján Elís Jónasson skrifaði
    það stoppar ekki þetta lið
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár