„Eini munurinn á Gaza og gettóunum er sá að fólkið á Gaza er enn á lífi“

Þögg­un­ar­til­burð­ir og póli­tískt minni um­ræðu-þjóð­ar­inn­ar miklu.

„Eini munurinn á Gaza og gettóunum er sá að fólkið á Gaza er enn á lífi“
Hannah Arendt og Masha Gessen eru bæði blaðamenn, höfundar og sagnfræðingar og hafa bæði gagnrýnt alræðishyggju í verkum sínum.

„Ég fékk tölvupóst í morgun þess efnis að tónlistarhátíð í Þýskalandi þyrfti að afboða mig sem flytjanda á hátíðinni vegna stuðnings míns við Palestínu. Ef þau afboða mig ekki eigi þau á hættu að missa ríkisstyrki sem nauðsynlegir eru til að halda hátíðina,“ segir bandaríski rapparinn, sviðslistamanneskjan og aktívistinn Mykki Blanco í nýlegum Instagram-pósti. 

Aflýsing verðlaunaafhendinga, listasýninga og viðburða vegna gagnrýni á aðgerðir Ísraels á Gaza-svæðinu virðist orðin að þýsku þjóðarsporti síðustu tvo mánuði. Daglega berast fréttir af því að gallerí dragi sýningarboð sitt til listamanna til baka vegna samfélagsmiðlapósta til stuðnings Palestínufólki, þýska ríkið dragi stuðning við listastofnanir til baka vegna viðburða þar sem Palestínumenn fá orðið, og svo framvegis.

Strax í október, örfáum dögum eftir árás Hamas inn í Ísrael, bárust fréttir af því að afhendingu verðlauna til palestínsku skáldkonunnar Adania Shibli væri frestað, þar sem ekki væri við hæfi að veita henni verðlaun í ljósi árásarinnar. …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þessa góðu grein. Og gott að sjá að vísað er til viðtalsins á democracynow.org þeirrar frábæru fréttaveitu. Tímarnir eru sannarlega viðsjárverðir. Tjáningarfrelsið er dýrmætt.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár