„Ég fékk tölvupóst í morgun þess efnis að tónlistarhátíð í Þýskalandi þyrfti að afboða mig sem flytjanda á hátíðinni vegna stuðnings míns við Palestínu. Ef þau afboða mig ekki eigi þau á hættu að missa ríkisstyrki sem nauðsynlegir eru til að halda hátíðina,“ segir bandaríski rapparinn, sviðslistamanneskjan og aktívistinn Mykki Blanco í nýlegum Instagram-pósti.
Aflýsing verðlaunaafhendinga, listasýninga og viðburða vegna gagnrýni á aðgerðir Ísraels á Gaza-svæðinu virðist orðin að þýsku þjóðarsporti síðustu tvo mánuði. Daglega berast fréttir af því að gallerí dragi sýningarboð sitt til listamanna til baka vegna samfélagsmiðlapósta til stuðnings Palestínufólki, þýska ríkið dragi stuðning við listastofnanir til baka vegna viðburða þar sem Palestínumenn fá orðið, og svo framvegis.
Strax í október, örfáum dögum eftir árás Hamas inn í Ísrael, bárust fréttir af því að afhendingu verðlauna til palestínsku skáldkonunnar Adania Shibli væri frestað, þar sem ekki væri við hæfi að veita henni verðlaun í ljósi árásarinnar. …
Athugasemdir (1)