Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að Svanhildur Hólm, fyrrverandi pólitískur aðstoðarmaður hans, hafi „mjög mikla reynslu sem gagnast í starfi“ sem sendiherra. Það sé alltaf matskennt hver sé hæfastur. Þetta sagði Bjarni í samtali við RÚV.
Greint var frá því í gær að Svanhildur yrði skipuð sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, sem er ein af stærri hlutverkum í utanríkisþjónustu Íslands. Hún hefur undanfarin misseri starfað sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en þar á undan var hún pólitískur aðstoðarmaður Bjarna um árabil. Það er sér í lagi þess vegna sem skipan hennar hefur sætt gagnrýni.
„Aðalatriðið er að hér hefur farið fram formlegt mat“
Í viðtali við RÚV segir Bjarni að um tímabundna ráðningu sé að ræða, til fimm ára. Annars hefði þurft að auglýsa stöðuna, samkvæmt lögum. Til að skipunin gæti átt sér stað þurfti hinsvegar sérstaklega að meta …
Athugasemdir (4)