Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir Svanhildi með „mjög mikla reynslu“ sem gagnist sem sendiherra

Skip­an Svan­hild­ar Hólm sem sendi­herra í Banda­ríkj­un­um er tíma­bund­in til fimm ára, seg­ir Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra. Ann­ars hefði þurft að aug­lýsa stöð­una.

Bjarni segir Svanhildi með „mjög mikla reynslu“ sem gagnist sem sendiherra

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að Svanhildur Hólm, fyrrverandi pólitískur aðstoðarmaður hans, hafi „mjög mikla reynslu sem gagnast í starfi“ sem sendiherra. Það sé alltaf matskennt hver sé hæfastur. Þetta sagði Bjarni í samtali við RÚV

Greint var frá því í gær að Svanhildur yrði skipuð sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, sem er ein af stærri hlutverkum í utanríkisþjónustu Íslands. Hún hefur undanfarin misseri starfað sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en þar á undan var hún pólitískur aðstoðarmaður Bjarna um árabil. Það er sér í lagi þess vegna sem skipan hennar hefur sætt gagnrýni. 

„Aðalatriðið er að hér hefur farið fram formlegt mat“

Í viðtali við RÚV segir Bjarni að um tímabundna ráðningu sé að ræða, til fimm ára. Annars hefði þurft að auglýsa stöðuna, samkvæmt lögum. Til að skipunin gæti átt sér stað þurfti hinsvegar sérstaklega að meta …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Bjarni lítur greinilega svo á, að hann sé hvort eð er á síðustu metrunum í stjórnmálum. Minnir óþægilega á dómsmálaráðherrann frá Selfossi, sem notaði síðasta daginn í ráðherrastólnum til að kaupa bílfarm af málverkum af vini sínum.
    1
  • JEV
    Jóhanna E. Vilhelmsdóttir skrifaði
    Skítalykt af málinu!!
    1
  • ÞÓG
    Þorvaldur Ó. Guðlaugsson skrifaði
    Sjálftökugreifinn lætur ríkið að sjálfsögðu borga fyrir sig vinargreiðann
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Bjarni alltaf samur við sig.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár