Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Bjarni hefur lokakaflann í stjórnmálum með því að gera trúnaðarmenn að sendiherrum

„Ósvíf­in“ skip­un Bjarna á trún­að­ar­mönn­um í sendi­herra­stöð­ur þyk­ir benda til þess að hann sé að fara að kveðja stjórn­mála­svið­ið. Skip­an­irn­ar hafi á sér frænd­hygl­is­blæ og styrki þá ímynd að inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins þríf­ist veit­inga­valds­spill­ing, þar sem trún­að­ar­menn stjórn­mála­manna séu verð­laun­að­ir með póli­tísk­um bitling­um.

Áform Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, um að skipa Svanhildi Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmann sinn til margra ára, í mikilvægasta embætti utanríkisþjónustu Íslands, sem sendiherra í Washington í Bandaríkjunum, hefur vakið mikla úlfúð víða. 

Ráðherrar í ríkisstjórninni komu flestir af fjöllum og vissu ekkert um skipunina, sem Bandaríkjastjórn á þó enn eftir að fallast á. Þeir lásu um hana í fjölmiðlum. Auk þess segja viðmælendur Heimildarinnar innan ríkisstjórnar og í kringum hana að þar séu ýmsir sem þykir skipanin augljóst merki um frændhygli og veitingarvaldsspillingu. Einn kallaði hana fullkomlega „ósvífna“. 

Svanhildur, sem er fyrrverandi fjölmiðlamaður með MBA-gráðu, hafi árum saman verið helsti pólitíski ráðgjafi Bjarna og staðið sig vel í því hlutverki, fyrir hann. Hún þykir enda annálaður pólitískur refur sem vílar ekki fyrir sér að beita hörku og klækjum til að ná þeim markmiðum sem hún sjálf, yfirmaður hennar eða flokkurinn þeirra vilja ná. Með því hafi …

Kjósa
131
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu