Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að jafnaði 200 til 500 manns í Bláa lóninu yfir gærdaginn

Á með­an Bláa lón­ið var op­ið voru að jafn­aði 200 til 500 gest­ir við­stadd­ir yf­ir dag­inn. Fram­kvæmd­ar­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins seg­ir að heild­ar­fjöld­inn hafi áreið­an­lega ver­ið vel und­ir 2.000 á dag. Eng­inn var á staðn­um þeg­ar gos­ið hófst í gær­kvöldi.

Að jafnaði 200 til 500 manns í Bláa lóninu yfir gærdaginn
Bláa lónið Bláa lónið er staðsett í Svartsengi, örfáa kílómetra frá gosinu. Mynd: Golli

Bláa lónið opnaði á nýjan leik í fyrradag, 17. desember. Hafði ferðamannastaðurinn vinsæli verið lokaður frá 9. nóvember vegna jarðhræringa á svæðinu. Lóninu hefur nú aftur verið lokað vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Spurð hvort margir hafi náð að heimsækja Bláa lónið áður en því var lokað aftur áætlar Helga Árnadóttir, framkvæmdarstjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, að aðsóknin hafi verið tæplega helmingur þeirrar sem fyrirtækið eigi yfirleitt að venjast á þessum tíma árs.

Helga segir þó erfitt að ákvarða nákvæmlega hve margir hafi náð að heimsækja lónið og veitingastaðina á svæðinu á meðan opnun stóð. „Að jafnaði yfir daginn voru kannski svona 2-500 manns.“ Hún segir að heildarfjöldinn yfir daginn hafi áreiðanlega verið vel undir 2.000.

Bókanir höfðu hægt á sér

Hvernig var salan búin að ganga á aðgangsmiðum í lónið næstu vikur?

„Hjá okkur, líkt og hjá ferðaþjónustu í heild sinni, var …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár