Gos er nú hafið norður af Grindavík og kom það mörgum eflaust á óvart þegar fréttir af eldgosi á Reykjanesi bárust seint í gærkvöld. Í aðdraganda gossins komu ýmsir jarðfræði- og eldfjallafræðingar fram í fjölmiðlum og tjáðu sig um líkurnar á gosi á skaganum. Þar voru viðraðar ansi ólíkar kenningar og spár – gengu sumar þeirra eftir en aðrar alls ekki. Í ljósi þess að nú hefur gerst er ríkt tilefni til þess að líta yfir ólíkar yfirlýsingar og spár sem sérfræðingar hafa komið á framfæri á síðastliðnum vikum.
Haraldur Sigurðsson hrópar í eyðimörkinni
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vakti athygli þegar hann skrifaði á bloggsíðu sína 14. desember að gos væri ólíklegt og að áframhaldandi lokun Grindavíkur væri ekki réttlætanleg. Taldi hann flekahreyfingar orsaka umbrotin en ekki kviku.
„Að mínu áliti er lokunin og framlenging …
Athugasemdir (1)