Gera má ráð fyrir því að hækkun fasteignamats milli áranna 2023 og 2024 leiði til þess að greiðslur vegna vaxtabóta lækki um 350 milljónir króna á næsta ári. Alls munu vaxtabætur 95 prósent þeirra sem fengu vaxtabætur árið 2022 lækka vegna þessa. Um er að ræða 12.500 eigendur fasteigna.
Ástæðan er sú að vaxtabótakerfið inniheldur eigna- og tekjuskerðingarmörk. Réttur til vaxtabóta byrjar að skerðast hjá einhleypum þegar eigið fé þeirra í húsnæði – eign umfram skuldir – fer yfir 7,5 milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki þegar eigið féð fer yfir tólf milljónir króna. Hann fellur svo niður hjá einstæðingum þegar eigið fé þeirra í húsnæði miðað við fasteignamat fer yfir tólf milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki gerist það þegar eigið féð fer yfir 19,2 milljónir króna. Fasteignamat næsta árs er í heild 11,7 prósent hærra á landsvísu og við það eykst bókfærð eign heimila í húsnæði …
Athugasemdir (1)