Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið sparar sér 350 milljónir í vaxtabætur vegna þess að íbúðaverð hækkaði

Eigna- og tekju­skerð­inga­mörk vaxta­bóta­kerf­is­ins verða ekki hækk­uð. Alls munu bæt­ur 95 pró­sent þeirra sem fengu þær 2022 skerð­ast þar sem virði íbúða þeirra, og þar með bók­fært eig­ið fé, hækk­aði um­tals­vert milli ára. Ástæð­an er sú að fast­eigna­mat hækk­aði.

Ríkið sparar sér 350 milljónir í vaxtabætur vegna þess að íbúðaverð hækkaði
Dregur úr útgjöldum Í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur kemur fram að 12.500 eigendur fasteigna sem fengu vaxtabætur í fyrra munu verða fyrir skerðingu á þeim á næsta ári. Mynd: AFP

Gera má ráð fyrir því að hækkun fasteignamats milli áranna 2023 og 2024 leiði til þess að greiðslur vegna vaxtabóta lækki um 350 milljónir króna á næsta ári. Alls munu vaxtabætur 95 prósent þeirra sem fengu vaxtabætur árið 2022 lækka vegna þessa. Um er að ræða 12.500 eigendur fasteigna. 

Ástæðan er sú að vaxtabótakerfið inniheldur eigna- og tekjuskerðingarmörk. Réttur til vaxtabóta byrjar að skerðast hjá einhleypum þegar eigið fé þeirra í húsnæði – eign umfram skuldir – fer yfir 7,5 milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki þegar eigið féð fer yfir tólf milljónir króna. Hann fellur svo niður hjá einstæðingum þegar eigið fé þeirra í húsnæði miðað við fasteignamat fer yfir tólf milljónir króna og hjá hjónum eða sambúðarfólki gerist það þegar eigið féð fer yfir 19,2 milljónir króna. Fasteignamat næsta árs er í heild 11,7 prósent hærra á landsvísu og við það eykst bókfærð eign heimila í húsnæði …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Undarleg röksemdafærsla. Fólk sem fékk hjálp við að stada undir skuldbindingum. Missir hjálpina vegna þess að verðmæti eigna sem ekki á að selja eykst. Þýðir þetta ekki bara að fólkið stendur ekki undir skuldbindingunum og verður að selja. Eftir söluna er fólkið á götunni og þarf að kaupa eða leigja eitthvað ennþá dýrara. Það eina góða við þetta er að þá þarf ríkið ekki að fóðra fjármagnseigendur eins mikið og áður.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár