Margrét Tryggvadóttir segist skynja mun á afstöðu hægri- og vinstrimanna í stjórn RÚV gagnvart möguleikanum að Ísland dragi sig úr Eurovision. En sú hugmynd, að Ísland taki ekki þátt í Eurovision til að mótmæla því að Ísrael verði með í keppninni, hefur verið í umræðunni síðustu daga.
„Það hefur ekki verið mikil stemning fyrir vinnu minni- og meirihluta,“ segir Margrét um stjórn RÚV. „En í þessu máli sá maður samt að það voru svolítið línur eftir flokkum – hægri og vinstri. Frekar en stjórnarflokkum og stjórnarandstæðingum,“ segir hún.
Margrét tekur þó sérstaklega fram að allir stjórnarmeðlimir væru sammála um að þetta væri hræðilegt ástand við botn Miðjarðarhafs. „Þótt maður skynji mun á hægri og vinstri finnst öllum þetta hræðilegt. Það var enginn þarna að fagna fjöldamorðum.“
Flestir tóku enga afstöðu
Á fundi stjórnarinnar lagði Mörður Áslaugarson, fulltrúi Pírata, fram tillögu að ályktun þess efnis að Ísland tæki ekki þátt í …
Athugasemdir