Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Paradís er víða og hvergi

Mið­að við þessa bók er Abdulrazak Gurnah sann­ar­lega verð­ug­ur Nó­bels­verð­launa­hafi. Mergj­uð saga um Afr­íku sem við þekkj­um flest alltof lít­ið, Afr­íku fyr­ir hvíta mann­inn, sögð af mik­illi sagnagleði.

Paradís er víða  og hvergi
Bók

Para­dís

Höfundur Abdulrazak Gurnah Þýðandi: Helga Soffía Einarsdóttir
Angústúra
331 blaðsíða
Niðurstaða:

Mergjuð saga um Afríku sem við þekkjum flest alltof lítið, Afríku fyrir hvíta manninn, sögð af mikilli sagnagleði. Persónugalleríð er eftirminnilegt og sögusviðið birtist manni ljóslifandi í huganum við lesturinn.

Gefðu umsögn

Margir höfðu á orði að Abdulrazak Gurnah væri einn óvæntasti Nóbelsverðlaunahafi síðari ára fyrir rúmum tveimur árum, en honum er ágætlega lýst í kynningartexta Paradísar (og enn nákvæmar í prýðilegum eftirmála þýðanda): Hann „fæddist árið 1948 á eyjunni Zanzibar, sem síðar varð sjálfstjórnarhérað í Tansaníu. Faðir hans og frændi voru kaupmenn frá Jemen, af arabískum uppruna, og Abdulrazak flúði heimalandið í kjölfar Zanzibar-byltingarinnar þegar arabískum stjórnvöldum var steypt af stóli. Hann fékk hæli í Englandi árið 1968, lagði stund á bókmenntir en hóf samhliða skriftir vegna þess að hann fann fyrir heimþrá. Hann notar skriftirnar sem tæki til að skilja og skrá hlutskipti flóttamannsins, rótleysið, margklofna sjálfsmyndina og einmanaleikann sem því getur fylgt.“

Þessir hlutir marka sannarlega Paradís, en í bókinni sýnir hann okkur enn fremur þá Afríku sem var til staðar löngu fyrir komu Evrópubúa, Afríku þar sem Arabar og Indverjar voru stundum í hlutverki nýlenduherra en líka stundum í hlutverki förumanna í Afríku sem var þá þegar afskaplega fjölþjóðleg, þótt hún væri ekki enn þá orðin hvít að ráði. Allavega ekki þarna, á þeim slóðum sem nú er Tansanía. Hvíti maðurinn er rétt að byrja að sölsa undir sig þennan hluta álfunnar, hann vofir yfir, en bókin lýsir þó miklu frekar hinstu andvörpum þessarar veraldar áður en hvíti maðurinn mætir. Þótt hann sé mættur, hann er bara ekki orðinn alltumlykjandi enn þá.

„Hann notar skriftirnar sem tæki til að skilja og skrá hlutskipti flóttamannsins, rótleysið, margklofna sjálfsmyndina og einmanaleikann sem því getur fylgt.“

Og miðað við þessa bók er Gurnah sannarlega verðugur Nóbelsverðlaunahafi. Lesendur Salman Rushdie kannast kannski við frásagnarstílinn, því texti Rushdie er oft eins og endurtekin heljarstökk þar sem honum tekst einhvern veginn ítrekað að lenda á löppunum. Það er vissulega meiri ró yfir texta Gurnah, en þó miklu meiri hasar en hjá dæmigerðum hvítum Evrópuhöfundum. Hér birtist okkur litríkt persónugallerí, allt séð með augum öreigans Yusuf, sem er tólf ára í upphafi sögu en þroskast yfir í stálpaðan og lífsreyndan ungling í gegnum bókina.

Uppáhaldspersónan mín var svo bifvélavirkinn Kalasinga, sem nær í raun tvisvar að kjarna bókina ágætlega. Gott dæmi er þessi setning: „Það býr þarna mzungu,“ sagði Kalasinga og prumpaði ánægjulega og blygðunarlaust.“ Þarna birtist okkur karnívalísk gleði bókarinnar sem og áreynslulausar sletturnar úr afrískum, indverskum og arabískum málum. Það er orðaskrá í lok bókar, en oftast dugar þó samhengið til að maður átti sig á merkingunni. 

Hann útskýrir líka titil bókarinnar ágætlega. „Ég verð í Paradís að ríða öllu sem hreyfist, Allahwallah, á meðan eyðimerkurguðinn þinn pyntar þig fyrir allar þínar syndir,“ svaraði Kalasinga hress í bragði.“ Þessi paradís er nefnilega groddaleg og grimm og trúarbrögðin, í fleirtölu, er hversdagslegur hluti manna sem blóta samt og syndga eins og enginn sé morgundagurinn. Þá er líka skemmtileg pæling að láta helsta speking sögunnar vera bifvélavirkja, á þessum árum rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld þegar bílar voru enn þá ansi nýmóðins uppfinning, sérstaklega við rætur fjallsins mikla (sem maður reiknar með að sé Kilimanjaro, þótt það sé ekki tekið fram).

Yusuf finnur þó hvergi paradís. Hann er hnepptur í þrældóm í upphafi bókar, tekinn upp í skuldir föðurins, og þvælist því bara með straumi sögunnar, viljalaus, en kemst þó furðu langt að virðist á óvenjulegri fegurð og ágætum gáfum. Hann er í raun Forrest Gump sögunnar, mun klárari en Forrest vissulega, en dæmdur til að berast með straumi sögunnar, og hann áttar sig á þessum harmi sínum:

„Þær dæmdu hann allar fyrir að vanrækja sjálfan sig. Atburðir höfðu rekið dagana áfram og hann hafði haldið sér á floti og einblínt á næstu sjónarrönd, kosið fáfræði í stað vonlausrar vitneskju um hvað ætti fyrir honum að liggja. Honum datt ekkert í hug sem hann gæti gert til að losa sig úr fjötrum þess lífs sem hann lifði.“

Enda ófrjáls, eins og birtist best í sögunni um aldraða þrælinn sem var boðið frelsi en kaus þess í stað að halda áfram að sinna garði meistara síns; í hans útgáfu sögunnar er það hans frelsi, hann telur sjálfum sér trú um að hann væri nú þegar frjáls að sinna garðinum af ástríðu. En um leið veit hann líka að án meistarans bíður hans bara gatan.

„Veistu hvers vegna þeir eru svona sterkir? Vegna þess að þeir hafa hámað í sig heiminn öldum saman.“
Úr Paradís

Um leið á þessi lýsing Yusuf merkilega vel við okkur frjálsa nútímamenn, okkur sem getum samt alveg orðið föst í vinnu eða sambandi eða í átthagafjötrum vegna skulda, fátæktar eða skuldbindinga, við sem skynjum alveg stundum ófrelsi þrælsins í eigin helsi, þótt við séum margfalt frjálsari.

Eða eins og hann orðar það síðar meir: „Við stritum, hættum öllu, búum langt frá fólkinu okkar ... og erum samt sem áður bláfátækir og hræddir eins og mýs.“

Okkur birtist hér kapítalismi, vinnuþrælkun og órétti sem var til staðar löngu áður en Evrópubúar tóku álfuna yfir. Þeir koma vissulega við sögu, eru auðvitað löngu búnir að taka yfir önnur svæði í Afríku og eru hægt og rólega að auka ítök sín á þessu svæði. „Veistu hvers vegna þeir eru svona sterkir? Vegna þess að þeir hafa hámað í sig heiminn öldum saman. Röflið í þér á ekki eftir að stoppa þá,“ segir á einum stað, og oft er þeim líkt við ára og djöfla. En kaupmaðurinn og þrælahaldarinn Aziz sér þó að þeir eru ekki svo ólíkir honum sjálfum. „Þeir eru hér af sömu ástæðu og þú og ég.“

Með öðrum orðum; þeir eru nú þegar staddir í meingallaðri paradís. En sú paradís á bara eftir að versna.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár