Maður í eigin bíómynd
Hugvitsamlegur bræðingur handrits og skáldsögu sem gengur ekki alltaf upp, en sýnir okkur forvitnilegar hliðar á tuttugustu aldar karlmanninum sem snillingi og mögulega álíka hæfileikaríkum konum sem standa í skugga hans.
Tvö nýstirni jólabókaflóðsins eru komin vel yfir sjötugt, tveir lykilleikstjórar íslenska kvikmyndavorsins sem nú senda frá sér bækur. Þorsteinn Jónsson rifjar upp námsárin í Prag og Ágúst Guðmundsson teiknar upp sögu af Ingmari Bergman snemma á ferlinum, þegar hann var um þrítugt, en er samt fimm barna faðir og er um það bil að slíta hjónabandi númer tvö og að taka saman við konu númer þrjú.
Maður í eigin bíómynd er sérstök bók að því leyti að frásagnarstíllinn er dálítill bræðingur á milli kvikmyndahandrits og skáldsögu, textinn er undir áhrifum frá þeirri tegund texta sem höfundur bókarinnar og aðalpersónan eru væntanlega vanastir að skrifa, og það gerast í raun forvitnilegir hlutir þegar farið er hálfa leið úr bíómyndinni í skáldsöguna, maður les hana jafnvel ósjálfrátt öðruvísi, sér fyrir sér þessa sögu á tjaldinu þótt hún sé bara á pappír eða kindli.
Þegar á líður koma þó ákveðnir veikleikar í ljós, …
Athugasemdir