„Þetta eru heimsins mestu krútt,“ segir sauðfjárbóndinn Ragnar Þorsteinsson um kindurnar og lömbin sem prýða Lambadagatal ársins 2024. „Þau bræða mann svo og lífga mann upp þegar maður er orðinn dauðuppgefinn í sauðburði og þessu amstri öllu sem fylgir þeim tíma.“
Ragnar hóf útgáfu Lambadagatalsins fyrir 10 árum síðan. Meginmarkmið Ragnars með útgáfunni er að breiða út fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar.
Mikil eftirspurn
„Mig langaði bæði að fá einhverja útrás fyrir ljósmyndun og listsköpun, og ekki yrði það nú verra ef það væri hægt að fá fyrir kostnaði í það eða slíkt. Þannig að ég bara stökk út í djúpu laugina eins og maður gerir stundum. Í stuttu máli sagt komst ég til lands,“ segir Ragnar en hann myndar lömbin þegar þau eru enn ómörkuð og ómerkt.
Hann tekur myndirnar sjálfur, …
Athugasemdir