Þegar vefslóðin landspítali.is (með í en ekki i) er slegin inn í vafra lendir fólk ekki inni á heimasíðu Landspítalans heldur er því beint inn á heimasíðu einkarekna segulómunarfyrirtækisins Intuens. Forsvarsmenn Landspítalans og Intuens segjast vilja losna við tenginguna.
Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir spítalann vera afar óánægðan með þetta. Hann segist hafa komist á snoðir um málið nýlega og það sé nú komið inn á borð hjá netöryggissveitinni CERT-IS. Mun sveitinni vera gert að slíta tengingunni og kanna hvaða aðilar standa að baki því að síðan vísi fólki á annað heilbrigðisfyrirtæki en Landspítalann. Andri segir að brýnt þyki að brugðist verði við eins fljótt og hægt er. Spítalanum þyki þetta óboðlegt.
Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, segir í samtali við Heimildina að fyrirtækið hafi fyrst frétt af tengingunni í gær. Hún þvertekur fyrir að hún sé á þeirra vegum. „Við stöndum alls ekki fyrir þessu. Við höfum enga hugmynd …
Athugasemdir